Í gær fóru tveir hópar frá FBSR að sinna óveðursútköllum í borginni. Voru það þeir Maggi Ægir, Maggi Viðar, Björn Víkingur, Tómas, Þráinn og Ottó. Sinntu hóparnir sex útköllum, en meðal annars þurfi að festa niður klæðningu, þakkant og aðstoða þegar vinnupallur hafði fokið.
Takk fyrir stuðninginn
Um helgina fór fram sala á Neyðarkallinum þetta árið. Sölufólki okkar var tekið mjög vel og gekk salan samkvæmt björtustu vonum. Flugbjörgunarsveitin vill þakka öllum þeim sem styrktu sveitina og aðrar björgunarsveitir, með kaupum á Neyðarkallinum, fyrir stuðninginn. Það er þessi stuðningur sem gerir sveitunum kleift að halda úti þessu starfi og bregðast við þegar aðstoðar er þörf. Takk fyrir!
Neyðarkallinn 2013
Sala á Neyðarkallinum 2013 hefst á fimmtudaginn og nú er búið að skýrast hvernig kallinn lítur út. Í ár er Neyðarkallinn kvennkyns og af sjúkrasviði. Við hvetjum alla til að sýna stuðning í verki og kaupa kallinn af einhverjum af því fjölmarga björgunarsveitafólki sem verður að selja kallinn næstu daga. Eins og fyrr kostar stykkið 1500 krónur og fer í uppbyggingu og þjálfun björgunarsveitafólks.
Fyrsta hjálp og félagabjörgun
Þessa helgi eru báðir nýliðahóparnir á fullu í þjálfun, en fyrra árið situr námskeið í fyrstu hjálp undir leiðsögn sjúkrahópsins og fulltrúar fjallasviðs fara yfir félagbjörgun á Sólheimajökli með seinna árinu.
Í heild eru um þrjátíu nýliðar í húsi í fyrstu hjálparæfingum, en auk þess koma þó nokkrir inngengnir að þjálfuninni. Þegar kíkt var niður í hús áðan var meðal annars verið að fara yfir hjartahnoð, hjartastuðtæki og þríhyrningana.
Myndir frá búnaðarbasarnum
no images were found
Í gærkvöldi fór fram búnaðarbasar ÍSALP í húsnæði FBSR, eins og venja hefur verið síðustu ár. Gekk kvöldið vel og fjölmargir lögðu leið sína til að athuga hvort hægt væri að gera góð kaup á ýmiskonar varningi.
Meðfylgjandi myndir tala sínu máli.
no images were found
Búnaðarbasar ÍSALP
Næsta miðvikudag 2.okt kl. 20 munu Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og ÍSALP standa fyrir Búnaðarbasar í húsakynnum FBSR v/Flugvallarveg. Þetta er tilvalið tækifæri til að losna við gamla búnaðinn sem þið notið ekki lengur eða til að næla ykkur í dót á billegu verði. Þeir sem ætla að vera með sölubás mæti kl. 19.40!
50 ára afmæliskaffi fyrsta B-hópsins
no images were found
Á laugardaginn var haldið upp á að 50 ár eru liðin frá því að fyrsti B-flokkur var stofnaður innan Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, en hann hefur það að markmiði að þjálfa nýliða til Björgunarstarfs. Fjöldi félaga og gesta komu til að halda daginn hátíðlegan og gæða sér á kræsingum.
Myndirnar eru teknar af Jóni Svavarssyni, en fleiri myndir má finna hér.
no images were found
Flubbar á leið til Frakklands
Í dag héldu fimm fræknir Flubbar út til Annecy í Frakklandi þar sem ætlunin er að kynna sér starfsemi fjallabjörgunarsveitarinnar og slökkviliðsins á svæðinu. Heimsóknin mun vara í eina viku, en hún er hluti af samstarfssamningi sveitanna tveggja um gagnkvæmar heimsóknir annað hvert ár. Meðlimir frönsku sveitarinnar munu svo í vor koma í heimsókn til Íslands þar sem meðlimir FBSR kynna þeim fyrir íslenskum aðstæðum.
Það eru þau Sigríður Sif, Siggi Anton, Jón Smári, Kári og Hlynur sem fara í heimsóknina þetta árið fyrir okkar hönd, en líklega fá þau að kynnast klifri í frönsku Ölpunum og gestrisni sveitarinnar GMSP 74 (Le Groupe Montagne de Sapeurs-Pompiers de la Haute-Savoie) á næstu viku.
50 ára afmæliskaffi fyrsta nýliðahópsins
Kæru félagar.
Eins og áður hefur komið fram ætlum við að hittast n.k. laugardag 28. sept. á milli kl. 11.00 og 13.00 og eiga góða stund saman í félagsheimili okkar til að minnast þess að 50 ár eru í þessum mánuði síðan fyrsti nýliðahópurinn var stofnaður.
Góðar veitingar verða á boðstólnum og vonandi mikið af félögum sem láta sjá sig. Gott tilefni til þess að hittast og spjalla.
Bestu kveðjur og sjáumst sem flest þarna.
Stjórn FBSR
Nýliðar á Esjunni
Nýliðar á fyrsta ári héldu á Esjuna síðustu helgi og fóru meðal annars um Laufskörð og upp á Hátind.
Meðfylgjandi er myndband frá ferðinni og leiðarlýsing frá Hauki Eggertssyni.
Við byrjuðum ferðina við Fossá í Hvalfirði og gengum upp eftir henni, inn Seljadal til móts við samnefnt eyðibýli hvar við tjölduðum um nóttina. Daginn eftir héldum við suður yfir hálsinn og ofan í Kjós við Vindáshlíð. Héldum stutta leitaræfingu í sumarbústaðarhverfinu í minni Svínadals áður en haldið var upp á Möðruvallaháls, og hann síðan genginn til suður um Höggin og upp á Trönu, þaðan upp á austasta (og hæsta) Móskarðshnúkinn og síðan niður hjá hjá Bláhnúki og tjaldað undir honum. Á sunnudag fórum við aftur upp hjá Bláhnúki og upp á hrygginn á milli 2. og 3. Móskarðshnúks (talið frá austri), vestur eftir hryggnum, yfir Laufaskörð og sem leið liggur upp á Hátind og þaðan niður í Grafardal, yfir Þverárkotsháls hvar FBSR 7 beið okkar við vaðið yfir Skarðsá.