Category Archives: Fjáraflanir

Jólatrjáasala FBSR er hafin

Jólatrjáasala FBSR er hafin í ár og verður opin í húsakynnum sveitarinnar, að Flugvallarvegi, fram að jólum. Eins og undanfarin ár erum við með íslenska furu og íslenskt greni og normannsþins í öllum stærðum og gerðum. 

Í gær komu nýhöggin íslensk tré í hús, bæði fura og blágreni.

  • Opnunartími er á virkum dögum: 12:00 – 22:00
  • Opnunartími um helgar: 10:00 – 22:00 

Piparkökur og heitt kakó og kaffi á könnunni. Kíkið til okkar í notalega jólastemningu!

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Jólatré – Jólatré – Jólatré

Jólatrjáasala FBSR á Flugvallarvegi hófst núna á laugardaginn 10. desember. Opið verður alla virka daga 12-22 og helgar frá 10-22 fram að jólum.

Eins og áður verðum við með til sölu normannsþin og íslenskt greni og furu í öllum stærðum. Kíkið til okkar í notalega jólastemningu.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Allar stærðir af trjám enn til

141210-FBR-Cover

Jólatrjáasalan heldur áfram hjá Flugbjörgunarsveitinni í dag og á morgun. Við eigum enn allar stærðir af Normannsþini, bæði á Flugvallarvegi og Smáratorgi. Þá eru einnig til nokkur grenitré á Flugvallarvegi, en furan er uppseld.

Opið frá 12 til 22 á báðum stöðum í dag og á morgun. Á aðfangadag er svo opið frá kl 9:00.

Erum sem fyrr segir á gamla góða staðnum á Flugvallarvegi, en einnig á nýjum stað við Rúmfatalagerinn á Smáratorgi!

Jólatrjáasala FBSR 2015

Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar verður að venju á Flugvallarvegi og hefst þar fimmtudaginn 10. desember. Til viðbótar munum við selja á Smáratorgi í Kópavogi frá miðvikudeginum 15. desember.
Salan verður frá kl 12-22 á virkum dögum og 10-22 um helgar.

Til viðbótar við jólatré seljum við grenigreinar, friðarljós, jólatrjáafætur og fleira.141210-FBR-Cover

Sjáumst í jólaskapinu á næstu vikum 🙂

Takk fyrir stuðninginn!

 

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár :)

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár 🙂

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík þakkar öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu sveitina og björgunarsveitir í landinu í Neyðarkallasölunni sem var að líða. Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur í uppbyggingu á starfi björgunarsveitarinnar og gerir okkur kleift að vera alltaf viðbúin þegar þörf er á, bæði með vel þjálfaðan mannskap og besta mögulega búnað.

Með fréttinni fylgja nokkrar myndir úr sölunni í ár.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.

 

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir stuðninginn

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík þakkar öllum þeim sem komu að flugeldasölunni í ár fyrir ómetanlegt framtak. Þessi fjáröflun skiptir lykilmáli fyrir rekstur sveitarinnar og mun skila sér í auknum tækifærum fyrir okkur til þess að bæta okkur sem björgunarsveit, hvort sem er með þjálfun félaga eða uppbyggingu tækjakosts.

Þá er landsmönnum þakkaður stuðningurinn,10891726_10152600966011172_4087149810504279980_n en með að kaupa flugelda af björgunarsveitum landsins sýna þeir enn og aftur að þau kunna að meta starf sveitanna og vilja sýna þeim stuðning sinn í verki. Þessi stuðningur gerir okkur áfram kleift að vera tilbúin að hjálpa ykkur þegar þörf er á.

Að lokum óskum við landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það gam

la.

Flugeldasalan komin á fullt

946083_10151788025706526_974925582_n

Flugeldasala björgunarsveitanna er komin á fullt þetta árið og sem fyrr er Flugbjörgunarsveitin með fjölda sölustaði víðsvegar um Reykjavík þar sem hægt er að kaupa mikið úrval flugelda og styrkja starf sveitarinnar á sama tíma.

 

Risaflugeldamarkaðir FBSR eru á eftirfarandi stöðum:

  • Í húsnæði FBSR við Flugvallarveg
  • Í Kringlunni við World Class
  • Við Mjódd, á planinu milli Nettó og Strætó.

Þá erum við einnig með sölustaði

  • Í Norðlingaholti, við Breiðholtsbraut
  • Við Hólagarð

1013636_10152601922561172_8473043809949474908_n 551488_10152926139416215_1301953767352490718_n