Greinasafn fyrir flokkinn: Fjáraflanir

Flugeldasölu Flugbjörgunarsveitarinnar 2020 lokið

Flugbjörgunarsveitin þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Vefverslun með flugelda var opin frá 20. desember og var hægt að sækja á sölustaði í Mjódd og á Flugvallarvegi frá og með 28. desember.

Flugeldasala Flugbjörgunarsveitarinnar 2020 fór fram 28. desember – 31. desember.

Sölustaðir voru á Flugvallarvegi 7, við Kringlu, í Mjódd og í Norðlingaholti.

Flugeldamarkaður björgunarsveitanna
Flugeldamarkaður björgunarsveitanna

Takk fyrir stuðninginn!

 

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár :)

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár 🙂

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík þakkar öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu sveitina og björgunarsveitir í landinu í Neyðarkallasölunni sem var að líða. Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur í uppbyggingu á starfi björgunarsveitarinnar og gerir okkur kleift að vera alltaf viðbúin þegar þörf er á, bæði með vel þjálfaðan mannskap og besta mögulega búnað.

Með fréttinni fylgja nokkrar myndir úr sölunni í ár.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.

 

Takk fyrir stuðninginn

 

Um helgina fór fram sala á Neyðarkallinum þetta árið. Sölufólki okkar var tekið mjög vel og gekk salan samkvæmt björtustu vonum. Flugbjörgunarsveitin vill þakka öllum þeim sem styrktu sveitina og aðrar björgunarsveitir, með kaupum á Neyðarkallinum, fyrir stuðninginn. Það er þessi stuðningur sem gerir sveitunum kleift að halda úti þessu starfi og bregðast við þegar aðstoðar er þörf. Takk fyrir!

FBSR þakkar fyrir stuðninginn

 

Neyðarkallinn 2013

Sala á Neyðarkallinum 2013 hefst á fimmtudaginn og nú er búið að skýrast hvernig kallinn lítur út. Í ár er Neyðarkallinn kvennkyns og af sjúkrasviði. Við hvetjum alla til að sýna stuðning í verki og kaupa kallinn af einhverjum af því fjölmarga björgunarsveitafólki sem verður að selja kallinn næstu daga. Eins og fyrr kostar stykkið 1500 krónur og fer í uppbyggingu og þjálfun björgunarsveitafólks.
neydarkall

Neyðarlögin 2011

Nú er að fara í gang söfnunarátak til handa björgunarsveitum landsins með sölu á geisladisknum Neyðarlögin 2011 fram til áramóta.
Við væntum þess að björgunarsveitir skipuleggi sem fyrst sölu á honum með því að ganga í hús í sínu byggðarlagi sem og með sölu við verslanir og þjónustustofnanir. Diskurinn kostar þar 2.500 krónur.. Diskurinn verður jafnframt seldur í verslunum og bensínstöðum til áramóta.

Sjá einnig fésbókarsíðuna
http://www.facebook.com/pages/Neydarlogin_2011/309808472371754?sk=wall.

Finna má nánari upplýsingar í netpósti sem sendur hefur verið á netfangið þitt.

Neyðarkallinn fjáröflun

NEYÐARKALLINN 2011 !Kæru félagar sala á NEYÐARKALLINUM verður dagana 3. til 6. nóvember 2011, félagar eru allir hvattir til að taka þátt í þessari öflugu fjáröflun, skráning á vaktir eru að finna nánar í netpóstinum sem sendur hefur verið til þín.


Kær kveðja

Jón 8930733, Þráinn 6900710 og Stefán Þór 8444643.

Salur FBSR til leigu

Nú er hægt að leigja salinn í félagsheimilinu út til þeirra sem hafa áhuga.  Salurinn verður leigður frá 08:00 til 18:00 á virkum dögum, helgarleiga er öllu jafnan ekki leyfð nema engin starfsemi sé ráðgerð í salnum á sama tíma.  Áfengi verður ekki leyft undir neinum kringumstæðum.  Þeir sem hafa áhuga á því að leigja salinn er bent á að hafa samband við gjaldkera FBSR sem hefur netfangið [email protected] Salurinn hefur stórt sýningatjald, myndvarpa, stóla og tússtöflu og 15 tveggja manna borð.  Þráðlaust internet er einnig í salnum.  Ágætt aðstaða er í eldhúsinu þar sem er kaffikanna, expressovél, hraðsuðuketill og örbylgjuofn eru til staðar.  Leigjandi kemur sjálfur með kaffi og kaffipoka því þar sem ekki er starfsmaður á staðnum til að gæta þess að það sé ávallt til staðar.  Leiguverðin eru hjá gjaldkeranum sem tekur niður pantanir,  greiða skal fyrir leigu á salnum fyrirfram inn á reikning tilgreindan af gjaldkera.  Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega sendið netpóst og við svörum um hæl.
Kveðja stjórnin.

FLUGMAÐUR Á GEYSI KEYPTI FYRSTA NEYÐARKALLINN

Dagfinnur Stefánsson, sem var flugmaður á Geysi er fórst á Bárðarbungu árið 1950, keypti fyrsta Neyðarkall björgunarsveita í dag og með því hófst formlega þessi árlega fjáröflun björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Dagfinnur sagði við þetta tækifæri að björgunarmenn þeir eru fyrstir komu að flugvélinni á Bárðarbungu hafi skilað sínu hlutverki vel en ljóst sé að björgunarsveitir í dag séu mun betur í stakk búnar til að takast á við stór verkefni, eins og fluglys eða náttúruhamfarir.

Magnús Hallgrímsson og Guttormur Þórarinsson sáu um sölu Neyðarkallsins til Dagfinns en Magnús er einn af stofnendum Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri sem var ein af fjölmörgum sveitum er stofnaðar voru í kjölfar Geysisslyssins og faðir Guttorms var í fyrsta björgunarhópnum sem kom að flakinu.

Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu selja Neyðarkall um land allt um helgina. Verða þeir við verslanir, verslanamiðstöðvar, útsölustaði ÁTVR og víðar. Einnig verður á sumum stöðum gengið í hús.

Sala Neyðarkalls er með stærstu fjáröflunum björgunarsveita og afar mikilvæg fyrir starfsemi þeirra, ekki síst í ár en sjaldan hafa björgunarsveitir landsins tekist á við jafn stór og viðamikil verkefni. Er þar skemmst að minnast ferðar Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar til Haiti í janúar og umfangsmiklar aðgerðir í kringum eldgos á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli.