Category Archives: Fjáraflanir

Flugvallarvegurinn klár í fjáraflanir

Mynd: Flubbajólaálfar við jólatrjáasölu í fyrra (Baldur Jezorski)

Undanfarnar tvær vikur hefur nýskipað hús- og birgðasvið FBSR staðið í ströngu við tiltekt og viðhald í húsnæði sveitarinnar, bæði vélasal og bragga. Rýmin tvö eru nú orðin skínandi fín og tilbúin í komandi fjáröflunarvertíð. Jólatrjáasala FBSR hefst á föstudaginn 6. desember og stendur til 24. desember. Flugeldasalan verður svo opin 28.-31. desember á Flugvallarveginum og víðar.

Hús- og birgasvið skipar góður hópur félaga í Flugbjörgunarsveitinni en forsvarsmenn sviðsins eru þeir Hafþór Sigurðsson og Óðinn Guðmundsson. Vinna haustsins hófst með tiltekt í bragganum og svo tók við tiltekt og gólf- og veggmálun í vélasalnum. Margir komu að verkunum og er þeim þakkað kærlega fyrir vel unnin störf.

Jólatrjáasalan verður sett upp á fimmtudaginn 5. desember og dyrnar opnast svo fyrir sölu á föstudaginn 6. desember. Venju samkvæmt verður alvöru jólastemning í boði alveg fram að hádegi 24. desember, með jólatónlist, kakói, piparkökum og hinum ýmsu tegundum jólatrjáa, bæði íslenskum og norskum. Félagar FBSR standa vaktina milli 12-22 á virkum dögum og 10-22 um helgar og eins og alltaf verður hægt að fá tréin send heim að dyrum.

Í kjölfar jólatrjáasölunnar er svo komið að flugeldunum en sú sala stendur yfir frá 28.-31. desember. Sölustaðir FBSR eru á Flugvallarveginum, í Mjóddinni, Kringlunni og Norðlingaholti og opnunartími milli 10-22 nema á gamlársdag en þá lokum við klukkan 16.

Jólatrjáasala FBSR er hafin

Jólatrjáasala FBSR er hafin í ár og verður opin í húsakynnum sveitarinnar, að Flugvallarvegi, fram að jólum. Eins og undanfarin ár erum við með íslenska furu og íslenskt greni og normannsþins í öllum stærðum og gerðum. 

Í gær komu nýhöggin íslensk tré í hús, bæði fura og blágreni.

  • Opnunartími er á virkum dögum: 12:00 – 22:00
  • Opnunartími um helgar: 10:00 – 22:00 

Piparkökur og heitt kakó og kaffi á könnunni. Kíkið til okkar í notalega jólastemningu!

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Jólatré – Jólatré – Jólatré

Jólatrjáasala FBSR á Flugvallarvegi hófst núna á laugardaginn 10. desember. Opið verður alla virka daga 12-22 og helgar frá 10-22 fram að jólum.

Eins og áður verðum við með til sölu normannsþin og íslenskt greni og furu í öllum stærðum. Kíkið til okkar í notalega jólastemningu.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Allar stærðir af trjám enn til

141210-FBR-Cover

Jólatrjáasalan heldur áfram hjá Flugbjörgunarsveitinni í dag og á morgun. Við eigum enn allar stærðir af Normannsþini, bæði á Flugvallarvegi og Smáratorgi. Þá eru einnig til nokkur grenitré á Flugvallarvegi, en furan er uppseld.

Opið frá 12 til 22 á báðum stöðum í dag og á morgun. Á aðfangadag er svo opið frá kl 9:00.

Erum sem fyrr segir á gamla góða staðnum á Flugvallarvegi, en einnig á nýjum stað við Rúmfatalagerinn á Smáratorgi!

Jólatrjáasala FBSR 2015

Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar verður að venju á Flugvallarvegi og hefst þar fimmtudaginn 10. desember. Til viðbótar munum við selja á Smáratorgi í Kópavogi frá miðvikudeginum 15. desember.
Salan verður frá kl 12-22 á virkum dögum og 10-22 um helgar.

Til viðbótar við jólatré seljum við grenigreinar, friðarljós, jólatrjáafætur og fleira.141210-FBR-Cover

Sjáumst í jólaskapinu á næstu vikum 🙂

Takk fyrir stuðninginn!

 

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár :)

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár 🙂

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík þakkar öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu sveitina og björgunarsveitir í landinu í Neyðarkallasölunni sem var að líða. Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur í uppbyggingu á starfi björgunarsveitarinnar og gerir okkur kleift að vera alltaf viðbúin þegar þörf er á, bæði með vel þjálfaðan mannskap og besta mögulega búnað.

Með fréttinni fylgja nokkrar myndir úr sölunni í ár.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.

 

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir stuðninginn

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík þakkar öllum þeim sem komu að flugeldasölunni í ár fyrir ómetanlegt framtak. Þessi fjáröflun skiptir lykilmáli fyrir rekstur sveitarinnar og mun skila sér í auknum tækifærum fyrir okkur til þess að bæta okkur sem björgunarsveit, hvort sem er með þjálfun félaga eða uppbyggingu tækjakosts.

Þá er landsmönnum þakkaður stuðningurinn,10891726_10152600966011172_4087149810504279980_n en með að kaupa flugelda af björgunarsveitum landsins sýna þeir enn og aftur að þau kunna að meta starf sveitanna og vilja sýna þeim stuðning sinn í verki. Þessi stuðningur gerir okkur áfram kleift að vera tilbúin að hjálpa ykkur þegar þörf er á.

Að lokum óskum við landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það gam

la.