Greinasafn fyrir flokkinn: Fjáraflanir

Jólatré og jólasveinar á Flugvallarveginum

Jólatrjáasalan er hafin á Flugvallarveginum. Úrvalið er að venju mikið og trén hvert öðru fallegri, bæði íslensk og dönsk.

Hægt er að velja á milli íslenskrar stafafuru, rauðgrenis og blágrenis og svo er hinn sígildi normannsþinur auðvitað einnig til í ýmsum stærðum og gerðum. Einnig má finna hjá okkur jólatrjáafætur, kerti og greinar.

Jólatrjáasalan er opin milli 12-22 alla virka daga og 10-22 um helgar. Sölufólk okkar tekur vel á móti ykkur og býður upp á kakó og piparkökur. Í ár er einnig að finna á Flugvallarveginum sjálfumyndavél svo gestir og gangandi geta tekið af sér mynd við jólatrjáakaupin til að eiga og jafnvel deila á samfélagsmiðlum. Þá kemur jólasveinninn í heimsókn næstu tvo sunnudaga (15. og 22. des) milli 15-17.

Verið velkomin til okkar í ljúfa jólastemningu!

Eyrún í B2 í sjálfumyndakassanum á jólatrjáavaktinni.

Flugvallarvegurinn klár í fjáraflanir

Mynd: Flubbajólaálfar við jólatrjáasölu í fyrra (Baldur Jezorski)

Undanfarnar tvær vikur hefur nýskipað hús- og birgðasvið FBSR staðið í ströngu við tiltekt og viðhald í húsnæði sveitarinnar, bæði vélasal og bragga. Rýmin tvö eru nú orðin skínandi fín og tilbúin í komandi fjáröflunarvertíð. Jólatrjáasala FBSR hefst á föstudaginn 6. desember og stendur til 24. desember. Flugeldasalan verður svo opin 28.-31. desember á Flugvallarveginum og víðar.

Hús- og birgasvið skipar góður hópur félaga í Flugbjörgunarsveitinni en forsvarsmenn sviðsins eru þeir Hafþór Sigurðsson og Óðinn Guðmundsson. Vinna haustsins hófst með tiltekt í bragganum og svo tók við tiltekt og gólf- og veggmálun í vélasalnum. Margir komu að verkunum og er þeim þakkað kærlega fyrir vel unnin störf.

Jólatrjáasalan verður sett upp á fimmtudaginn 5. desember og dyrnar opnast svo fyrir sölu á föstudaginn 6. desember. Venju samkvæmt verður alvöru jólastemning í boði alveg fram að hádegi 24. desember, með jólatónlist, kakói, piparkökum og hinum ýmsu tegundum jólatrjáa, bæði íslenskum og norskum. Félagar FBSR standa vaktina milli 12-22 á virkum dögum og 10-22 um helgar og eins og alltaf verður hægt að fá tréin send heim að dyrum.

Í kjölfar jólatrjáasölunnar er svo komið að flugeldunum en sú sala stendur yfir frá 28.-31. desember. Sölustaðir FBSR eru á Flugvallarveginum, í Mjóddinni, Kringlunni og Norðlingaholti og opnunartími milli 10-22 nema á gamlársdag en þá lokum við klukkan 16.

Jólatrjáasala FBSR er hafin

Jólatrjáasala FBSR er hafin í ár og verður opin í húsakynnum sveitarinnar, að Flugvallarvegi, fram að jólum. Eins og undanfarin ár erum við með íslenska furu og íslenskt greni og normannsþins í öllum stærðum og gerðum. 

Í gær komu nýhöggin íslensk tré í hús, bæði fura og blágreni.

  • Opnunartími er á virkum dögum: 12:00 – 22:00
  • Opnunartími um helgar: 10:00 – 22:00 

Piparkökur og heitt kakó og kaffi á könnunni. Kíkið til okkar í notalega jólastemningu!

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Jólatré – Jólatré – Jólatré

Jólatrjáasala FBSR á Flugvallarvegi hófst núna á laugardaginn 10. desember. Opið verður alla virka daga 12-22 og helgar frá 10-22 fram að jólum.

Eins og áður verðum við með til sölu normannsþin og íslenskt greni og furu í öllum stærðum. Kíkið til okkar í notalega jólastemningu.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Allar stærðir af trjám enn til

141210-FBR-Cover

Jólatrjáasalan heldur áfram hjá Flugbjörgunarsveitinni í dag og á morgun. Við eigum enn allar stærðir af Normannsþini, bæði á Flugvallarvegi og Smáratorgi. Þá eru einnig til nokkur grenitré á Flugvallarvegi, en furan er uppseld.

Opið frá 12 til 22 á báðum stöðum í dag og á morgun. Á aðfangadag er svo opið frá kl 9:00.

Erum sem fyrr segir á gamla góða staðnum á Flugvallarvegi, en einnig á nýjum stað við Rúmfatalagerinn á Smáratorgi!

Jólatrjáasala FBSR 2015

Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar verður að venju á Flugvallarvegi og hefst þar fimmtudaginn 10. desember. Til viðbótar munum við selja á Smáratorgi í Kópavogi frá miðvikudeginum 15. desember.
Salan verður frá kl 12-22 á virkum dögum og 10-22 um helgar.

Til viðbótar við jólatré seljum við grenigreinar, friðarljós, jólatrjáafætur og fleira.141210-FBR-Cover

Sjáumst í jólaskapinu á næstu vikum 🙂

Takk fyrir stuðninginn!

 

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár :)

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár 🙂

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík þakkar öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu sveitina og björgunarsveitir í landinu í Neyðarkallasölunni sem var að líða. Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur í uppbyggingu á starfi björgunarsveitarinnar og gerir okkur kleift að vera alltaf viðbúin þegar þörf er á, bæði með vel þjálfaðan mannskap og besta mögulega búnað.

Með fréttinni fylgja nokkrar myndir úr sölunni í ár.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.