Flugbjörgunarsveitin þakkar öllum þeim sem kaupa jólatré kærlega fyrir stuðninginn.
Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík (FBSR) var opin frá 3. desember til 22. desember í vefverslun og á Flugvallarvegi 7 við Öskjuhlíð.
Opnunartímar á Flugvallarvegi 7 voru:
- Helgar kl. 10-22
- Virkir dagar kl. 12-22
Hægt var að kaupa vörur í vefverslun Flugbjörgunarsveitarinnar og sækja þær á Flugvallarveg 7 eða fá heimsent í Reykjavík, á Seltjarnarnes, í Mosfellsbæ og í Kópavogi gegn vægu gjaldi.
Í jólatrjáasölu Flugbjörgunarsveitarinnar er boðið upp á nordmannsþin (normannsþin), stafafuru, blágreni og rauðgreni. Nordmannsþinurinn kemur frá Danmörku en íslensku jólatrén, þ.e. grenið og furan, koma frá Skógræktarfélagi Íslands.
Að auki er boðið upp á greinar, jólatrésfætur, pallafuru og kerti.
Eins er hægt að kaupa bók Arngríms Hermannssonar, félaga í FBSR, sem nefnist Björgunarsveitin mín og var gefin út i tilefni 70 ára afmælis Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík.

Hægt er að fá frekari upplýsingar í síma 551 2300 eða á facebook síðu FBSR.
Á höfuðborgarsvæðinu er einnig hægt að kaupa jólatré hjá Hjálparsveit skáta Garðabæ og Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Víða um land eru björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að selja jólatré.