Flugeldasala 2022
Flugeldasala Flugbjörgunarsveitarinnar 2022 fer fram 28. desember – 31. desember.
Flugbjörgunarsveitin þakkar öllum sem styrkja starf sveitarinnar.
Sölustaðir eru á Flugvallarvegi 7, við Kringlu, í Mjódd á mót við Frumherja og við Norðlingabraut í Norðlingaholti.
Opnunartímar eru 28.-30. desember frá kl. 10 til kl. 22 og 31. desember frá kl. 9 til kl. 16.
Vefverslun með flugelda er opin frá 27. desember til 31. desember og er hægt að sækja á sölustaði í Mjódd og á Flugvallarvegi frá og með 28. desember.
Mesta aðsóknin er upp úr hádegi á gamlársdag og eru kaupendur hvattir til að koma snemma til að geta gefið sér tíma í næði til að velja sér skotelda.
Að venju eru til sölu blys, stjörnuljós, fjölskyldupakkar, rakettur, kökur, víg og gos.

Flugeldamarkaðir er ein mikilvægasta fjáröflun björgunarsveita og hjálparsveita.
Jólatrjáasala 2022
Flugbjörgunarsveitin þakkar öllum þeim sem kaupa jólatré kærlega fyrir stuðninginn.
Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík (FBSR) var opin frá 3. desember til 22. desember í vefverslun og á Flugvallarvegi 7 við Öskjuhlíð.
Opnunartímar á Flugvallarvegi 7 voru:
- Helgar kl. 10-22
- Virkir dagar kl. 12-22
Hægt var að kaupa vörur í vefverslun Flugbjörgunarsveitarinnar og sækja þær á Flugvallarveg 7 eða fá heimsent í Reykjavík, á Seltjarnarnes, í Mosfellsbæ og í Kópavogi gegn vægu gjaldi.
Í jólatrjáasölu Flugbjörgunarsveitarinnar er boðið upp á nordmannsþin (normannsþin), stafafuru, blágreni og rauðgreni. Nordmannsþinurinn kemur frá Danmörku en íslensku jólatrén, þ.e. grenið og furan, koma frá Skógræktarfélagi Íslands.
Að auki er boðið upp á greinar, jólatrésfætur, pallafuru og kerti.
Eins er hægt að kaupa bók Arngríms Hermannssonar, félaga í FBSR, sem nefnist Björgunarsveitin mín og var gefin út i tilefni 70 ára afmælis Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík.
Hægt er að fá frekari upplýsingar í síma 551 2300 eða á facebook síðu FBSR.
Á höfuðborgarsvæðinu er einnig hægt að kaupa jólatré hjá Hjálparsveit skáta Garðabæ og Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Víða um land eru björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að selja jólatré.
Spurningar um nýliðastarf?
Nýliðastarfið hefst nú í vikunni og verður fyrsti göngutúr 31. ágúst / 1. sept. (val um dag). Fyrsta eiginlega námskeið hefst mánudagskvöldið 5. sept. Ef þú vilt vera með eða hefur spurningar um nýliðastarfið, hafðu þá samband við nýliðaþjálfarana með því að senda póst á nylidar2022<hjá>fbsr.is
Kynningar á nýliðastarfi FBSR
Kynning á nýliðastarfi FBSR verður haldin 29. ágúst kl. 20 og endurtekin 30. ágúst kl. 20. Kynningin verður í höfuðstöðvum FBSR að Flugvallarvegi 7. Nánari upplýsingar eru á facebook síðu sveitarinnar.
Upplýsingar um nýliðastarfið má einnig finna hér
Aðalfundur FBSR
Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 30. maí á Flugvallarveginum og hefst hann kl. 20:00.
Kvennadeildin sér um bakkelsið.
Að loknum aðalfundi verður til sýnis Ford F150, sem er langt kominn í breytingum fyrir FBSR.
Dagskrá aðalfundar sbr. lög FBSR.
- Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar.
- Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
- Inntaka nýrra félaga.
- Lagabreytingar.
- Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði.
- Kosning stjórnar.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Kosning tveggja í uppstillingarnefnd.
- Önnur mál.
Spurt og svarað um nýliðaþjáflun 2022-24
Flugeldasölu Flugbjörgunarsveitarinnar 2020 lokið
Flugbjörgunarsveitin þakkar kærlega fyrir stuðninginn!
Vefverslun með flugelda var opin frá 20. desember og var hægt að sækja á sölustaði í Mjódd og á Flugvallarvegi frá og með 28. desember.
Flugeldasala Flugbjörgunarsveitarinnar 2020 fór fram 28. desember – 31. desember.
Sölustaðir voru á Flugvallarvegi 7, við Kringlu, í Mjódd og í Norðlingaholti.


Jólatrjáasölu Flugbjörgunarsveitarinnar 2020 lokið
Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík (FBSR) lauk 21. desember eftir að jólatré seldust upp. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!

Ágrip úr sögu FBSR
Í tilefni af 70 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík hafa nú verið birt nokkur söguágrip hér á vefsíðunni. Auk þess að fara í gegnum söguna eru ágrip um frumkvöðlastarf í fjarskiptum og sagt frá fyrsta leitarhundi landsins, sem var í eigu FBSR. Þá er þar yfirlit yfir húsnæðissögu sveitarinnar, starf Kvennadeildar FBS og tekin staðan á árinu 2020.
Hægt er nálgast söguyfirlitin í valmyndinni undir „FBSR í 70 ár“.