Um liðna helgi var farið í æfingaferð með B2 nýliðahópin á Langjökul þar sem gönguskíðaárinu var startað. Tjaldað var við skálann í Jaka á föstudagskvöldinu áður en haldið var á jökulinn á laugardeginum. Þó áhersla hafi verið á gönguskíði var engu að síður fríður flokkur tækja með í för þar sem nýliðar m.a. fengu að fræðast um umgengni tækja sveitarinnar. Bílaflokkur sló svo upp í grillveislu á laugardagskvöldinu fyrir alla.
B1 Nýliðahópurinn fór á sama tíma í gönguskíðaferð í Bláfjöllum.
Vel heppnaðar æfingaferðir og nægur snjór eins og sést á meðfylgjandi ljósmyndum.
Ljósmyndir: Inga Hrönn og Steinar Sigurðsson.



