Við fengum skemmtilega heimsókn í vikunni þegar Dróttskátar frá skátafélaginu Landnemar kíktu til okkar að kynnast björgunarsveitarstarfi FBSR. Dróttskátar eru krakkar á aldrinum 13-15 ára en þau fengu einnig að prófa að síga, júmma og fara í dobblunar reipitog undir dyggri leiðsögn félaga okkar þeirra Sölva, Andreas og Arianne.
Við þökkum þessum flottu krökkum kærlega fyrir heimsóknina!
Ljósmyndir: Arianne Gäwiler



