14 manns gengu inn á aðalfundi FBSR 2024. Hér má sjá hópinn ásamt nýliðaþjálfurum.

Aðalfundur 2024

Aðalfundur FBSR fór fram þriðjudagskvöldið 28. maí síðastliðinn þar sem 14 manns gengu inn í sveitina eftir 2ja ára nýliðaþjálfun.

Eftirfarandi kosningar í stöður innan FBSR fóru fram á aðalfundi:

Kosning stjórnar:
Formaður: Magnús Viðar Sigurðsson (endurkjörinn)
Varaformaður: Erla Rún Guðmundsdóttir (er á miðju kjörtímabili)
Gjaldkeri: Ingvi Stígsson (endurkjörinn)
Meðstjórnandi: Eyþór Kári Eðvaldsson kosinn til 2ja ára
Meðstjórnandi: Stefán Már Ágústsson kosinn til 2ja ára
Meðstjórnendur sem eru á miðju kjörtímabili eru Anna Finnbogadóttir og Þóra Margrét Ólafsdóttir.

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga:
Haukur Eggertsson og Birgir Valdimarsson.

Kosning tveggja í uppstillingarnefnd:
Þorsteinn Ásgrímsson og Ragna Lára Ellertsdóttir.

Kosning tveggja trúnaðarmanna:
Bjarney Haraldsdóttir og Áslaug Þórsdóttir

Kosning í siðanefnd til tveggja ára:
Agnes Svansdóttir og Anna Marín Þórsdóttir.

Ljósmynd: Jón Svavarsson.