Nemendur á fyrra ári kallast B1, eða byrjendahópur á fyrra ári. Í B1 eru kennd nokkur mikilvæg grunnnámskeið, bæði bókleg og verkleg. Í lok B1 öðlast nýliðar viðurkenningu sem „Björgunarmaður 1“ samkvæmt skilgreiningu Björgunarskólans og geta þar með sinnt ákveðnum „léttari“ tegundum útkalla.
Að auki byrja nýliðar þá að starfa í hópum innan sveitarinnar. Auk námsins öðlast nýliðar góða þjálfun í almennri ferðamennsku til fjalla og mæta vikulega í líkamsrækt, þannig að stundaskráin er nokkuð þétt. Mætingarskylda er 80%