Fjölskyldudagur FBSR

Fjölskyldudagur FBSR var haldinn um helgina þar sem fullt af ævintýrum var í boði fyrir stóra sem smáa. Þetta er skemmtileg hefð innan sveitarinnar sem gefur meðlimum og fjölskyldum þeirra tækifæri á að kynnast og gera sér glaðan dag saman. Í þetta sinn var farið á Úlfljótsvatn þar sem m.a. var farið í bogfimi, klifur í turni og farið í skemmtilega leiki á túninu. Grillaðar voru pylsur og á leiðinni til baka var farið í hellaskoðun í Djúpahelli.

Ljósmyndir: Magnús V. Sigurðsson og Þórdís Guðnadóttir.