Styrkja FBSR

Þinn stuðningur skiptir máli!

Flugbjörgunarsveitin líkt og aðrar björgunarsveitir í landinu er rekin með fjáröflunum og styrkjum. Hver smáupphæð skiptir gríðarlegu máli til þess að sveitin geti viðhaldið þeim búnaði og þjálfun sem þarf til að halda úti öflugri björgunarsveit.

Helstu fjáraflanir FBSR eru sala jólatrjáa, flugelda og Neyðarkallsins. Auk þess tökum við að okkur hin ýmsu gæsluverkefni sem bjóðast hverju sinni.

Til að styrkja sveitina er m.a. hægt að gerast Traustur félagi, senda heilla- og minningarkort til styrktar sveitinni eða leggja beint inná bankareikning sveitarinnar.

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík
Kennitala: 550169-6149
Banki: 513-26-206159

Ef óskað er eftir að hafa samband við gjaldkera má nálgast símanúmer og netfang hér.

Traustir félagar

Um árabil hafa Traustir Félagar stutt við bakið á FBSR. Þetta eru velunnarar sveitarinnar úr öllum áttum. Traustir félagar láta skuldfæra mánaðarlega fasta upphæð að eigin vali af kreditkorti sínu – allt frá 300 kr. – 3.000 kr.

Ef þú óskar eftir að bætast í hóp Traustra félaga þá hafðu samband við gjaldkera – sjá símanúmer og netfang hér.

Minningarkort

Á heimasíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er hægt að senda minningarkort til styrktar aðildareiningum félagsins. Smelltu hér til að senda minningarkort til styrktar FBSR.

Heillaskeyti

Einnig er hægt að senda heillaskeyti af heimasíðu Landsbjargar til styrktar félaginu. Smelltu hér til að senda heillaskeyti til styrktar FBSR.