Styrkja FBSR

Þinn stuðningur skiptir máli!

Þú getur hjálpað Flugbjörgunarsveitinnni að viðhalda þeim búnaði og þjálfun sem þarf til að halda úti öflugri björgunarsveit.

Til að styrkja sveitina er m.a. hægt að gerast Traustur félagi, senda heilla- eða minningarkort til styrktar sveitinni eða leggja beint inná bankareikning sveitarinnar. Eins er hægt að styrkja með greiðslukorti á vef Landsbjargar. Bakverðir Landsbjargar styrkja allar björgunarsveitir landsins.

Aðrar helstu fjáraflanir FBSR eru sala jólatrjáa, flugelda og Neyðarkallsins. Einnig eru ýmis gæsluverkefni sem FBSR hefur tekið að sér.

Ef óskað er eftir að hafa samband við gjaldkera eða aðra í stjórn má nálgast símanúmer og netföng hér.


Bankareikingur

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík
Kennitala: 550169-6149
Banki: 0513-04-251892

Traustir félagar

Um árabil hafa Traustir Félagar stutt við bakið á FBSR. Þetta eru velunnarar sveitarinnar úr öllum áttum. Traustir félagar láta skuldfæra mánaðarlega fasta upphæð að eigin vali með reglubundnum millifærslum.

Hægt er að setja upp reglubundnar millifærslur í heimabönkum.

Hjá Arion banka er farið í „Millifæra“ og neðst er hægt að finna „Reglubundin greiðsla“ og þarf fyrst að velja fyrsta greiðsludag. Þegar búið er að velja fyrsta greiðsludag opnast fyrir möguleikann „Endurtaka“ og við að velja „Mánaðarlega“ er hægt að velja „Fjölda skipta“ sem má vera „Engin lokadagsetning“ eða allt að 20 skipti.

Hjá Landsbanka er farið í „Millifærslur“ opnast þá millifærslu eyðublað þar sem hægt er að velja „Endurtekin millifærsla“.  Velja þarf fyrsta og síðasta dag millifærslu. Síðasti dagur getur verið nokkra mánuði eða nokkur ár fram í tímann.

Hjá Íslandsbanka er farið í „Reglulegar greiðslur“.

Ef þú óskar eftir aðstoð við að bætast í hóp Traustra félaga þá hafðu samband við gjaldkera – sjá símanúmer og netfang hér.


Bakverðir Landsbjargar

Bakverðir Landsbjargar standa þétt við bakið á björgunarsveitum og slysavarnardeildum með mánaðarlegum stuðningu og gera þeim þannig kleift að tryggja öryggi og bjarga mannslífum.


Vefposi Landsbjargar

Á vef Landsbjargar er hægt að styrkja FBSR með því að greiða með korti eða greiðsluseðli.


Minningarkort

Á heimasíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er hægt að senda minningarkort til  til styrktar Flugbjörgunarsveit Reykajvíkur.


Heillaskeyti

Á heimasíðu Landsbjargar er hægt að senda heillaskeyti til styrktar FBSR.