Bílaflokkur

Bílaflokkur hefur umsjón með öllum bílum sveitarinnar. Þá þarf bílaflokkur að manna bílstjórasæti í öllum ferðum og útköllum sveitarinnar. Að auki þarf að gefast tími til æfinga og viðhalds.

Nýlega keypti sveitin tvo nýja Hi-lux jeppa, 35″ breytta. Til viðbótar á sveitin sjö manna Hyundai Starex 4×4 og Ford 350 bíl sem er með pall fyrir tvo sleða.

taeki1

 

Fróðleiksmoli: Neyðarbílar FBSR eru búnir gulum blikkljósum, auk þeirra bláu. Hvers vegna?

Það er vegna samstarfs sveitarinnar við flugmálayfirvöld. Bílar sem ekið er um flugbrautir þurfa að hafa gul blikkandi ljós.