Traustir félagar

Um árabil hafa Traustir Félagar stutt við bakið á FBSR. Þetta eru velunnarar sveitarinnar úr öllum áttum. Traustir félagar láta skuldfæra mánaðarlega fasta upphæð að eigin vali með reglubundnum millifærslum.

Hægt er að setja upp reglubundnar millifærslur í heimabönkum.

Framlög eru frádráttarbær frá skatti

Fjárframlög einstaklinga til Flugbjörgunarsveitarinnar eru frádráttabær frá skatti (Sbr. 7. tölul. A-liður 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.) Á það við hvort sem um er að ræða einstakar gjafir til félagsins eða reglulegan stuðning Traustra félaga.

Styrktaraðilinn þarf ekkert að aðhafast. Flugbjörgunarsveitin kemur upplýsingum um frádráttabæra styrki (kaup á vöru og þjónustu skapa ekki rétt til frádráttar) til Skattsins og við það lækkar skattstofn styrktaraðilans á viðkomandi almanaksári. Afslátturinn nemur tekjuskatthlutfalli þess sem veitir styrkinn en hlutfallið er breytilegt eftir tekjum. Styrkveitingar koma því fram á skattframtali hvers og eins.

Einstaklingar geta fengið skattaafsláttinn þegar samanlögð styrkupphæð til félaga á almannaheillaskrá Skattsins er á bilinu 10.000 (lágmark) til 350.000 krónur (hámark) á almanaksári. Nánari upplýsingar má finna á skatturinn.is.

Bankareikingur

FLUGBJÖRGUNARSVEITIN REYKJAVÍK
Kennitala: 550169-6149
Banki: 0513-04-251892

Hjá Arion banka er farið í „Millifæra“ og neðst er hægt að finna „Reglubundin greiðsla“ og þarf fyrst að velja fyrsta greiðsludag. Þegar búið er að velja fyrsta greiðsludag opnast fyrir möguleikann „Endurtaka“ og við að velja „Mánaðarlega“ er hægt að velja „Fjölda skipta“ sem má vera „Engin lokadagsetning“ eða allt að 20 skipti.

Hjá Landsbanka er farið í „Millifærslur“ opnast þá millifærslu eyðublað þar sem hægt er að velja „Endurtekin millifærsla“.  Velja þarf fyrsta og síðasta dag millifærslu. Síðasti dagur getur verið nokkra mánuði eða nokkur ár fram í tímann.

Hjá Íslandsbanka er farið í „Reglulegar greiðslur“.

Ef þú óskar eftir aðstoð við að bætast í hóp Traustra félaga þá hafðu samband við gjaldkera – sjá símanúmer og netfang hér.