Nemendur á seinna ári kallast B2, eða byrjendahópur á öðru ári. Þá er mestum hluta af grunn námskeiðum lokið og námið orðið mun meira verklegt í formi fjallaferða og þjálfunar í
vetrarfjallamennsku og stjórnun björgunartækja.
Í lok ársins teljast nýliðar fullgildir sem „Björgunarmaður 2“ samkvæmt skilgreiningu Björgunarskólans. Það þýðir að nýliðar geta tekið meiri þátt í útköllum, þó svo þeir teljist ekki „inngengnir“, þ.e. fullgildir meðlimir
Flugbjörgunarsveitarinnar. Það gerist á aðalfundi sem vanalegast er haldinn í maí.
Fram að þeim tíma er tekinn lokahnykkurinn í fjallamennskuþjálfun og stjórnun björgunartækja. Mætingarskylda er 80% eftir sem áður.