Sjúkraflokkur

Fagmennska í fyrirrúmi

OLYMPUS DIGITAL CAMERAMiklar kröfur eru gerðar til skyndihjálparkunnáttu björgunarmanna þar sem almenningur jafnt sem sérhópar þurfa að treysta á þekkingu þeirra. Þess vegna er mikil áhersla lögð á þekkingu og reynslu björgunarmanna og fá allir sveitarmeðlimir grunnþjálfun í skyndihjálp í tveimur námskeiðum og fjölmörgum æfingum sem sjúkraflokkur skipuleggur. Jafnframt er hægt að sækja sérhæfð námskeið og ber þar helst að nefna Wilderness First Responder, sem veitir björgunarmönnum aukin sjúkraréttindi við vissar aðstæður. Öflugt og sérhæft fólk er grunnur að fumlausum vinnubrögðum.

Hlutverk sjúkraflokks

Sjúkraflokkur heldur skyndihjálparæfingar fyrir sveitarmeðlimi ásamt því að sjá um skyndihjálparkennslu nýliða og upprifjun eldri félaga. Einnig hafa meðlimir hópsins séð um skyndihjálparkennslu hjá fyrirtækjum og félögum. Liður í þjálfun björgunarmanna eru reglulegar æfingar og sér sjúkraflokkur um skipulagningu sjúkraæfinga fyrir sveitarmeðlimi. Jafnframt tekur flokkurinn þátt í sameiginlegum æfingum sjúkrahópa á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni og er það liður í samhæfingu og styrkingu björgunarsveita almennt.
Samstarf björgunarsveita og neyðaraðstoðar er lykilþátturinn í að efla björgunarstörf í landinu. Sjúkrahópar á landinu hafa tekið virkan þátt í því til að vera viðbúnir ef til stóraðgerða kemur.

sjukrahopur-2

Hópstjóri á æfingu gefur sigmanni á þyrlu skýrlu um fjölda og ástand „slasaðra“.