Hundaflokkur að standa sig vel

Í allskonar veðri og mismiklum vindi voru fjögur hundateymi frá FBSR á árlegu 5 daga námskeiði/úttekt Björgunahundasveit Íslands á snjóflóðahundum, í þetta sinn á Mýrdalsjökli. Uppskeran var aldeilis stórfín. Í A snjóflóðateymis-hópinn (sem er efsta gráða) bættust Lúna&Ármann og Norður&Gabríela til viðbótar við að Mirra&Þóra tóku sitt annað A-endurmat í snjóflóðum.

Þóra & Mirra

Staðan hjá FBSR er þá að við höfum nú þrjú A snjóflóðaleitarhundateymi og þrjú víðavangsleitarhundateymi (eitt A+tvö B).

Gabriela & Norður
Ármann & Lúna
Þórdís & Týra

Skildu eftir svar