Category Archives: Flugeldar

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir stuðninginn

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík þakkar öllum þeim sem komu að flugeldasölunni í ár fyrir ómetanlegt framtak. Þessi fjáröflun skiptir lykilmáli fyrir rekstur sveitarinnar og mun skila sér í auknum tækifærum fyrir okkur til þess að bæta okkur sem björgunarsveit, hvort sem er með þjálfun félaga eða uppbyggingu tækjakosts.

Þá er landsmönnum þakkaður stuðningurinn,10891726_10152600966011172_4087149810504279980_n en með að kaupa flugelda af björgunarsveitum landsins sýna þeir enn og aftur að þau kunna að meta starf sveitanna og vilja sýna þeim stuðning sinn í verki. Þessi stuðningur gerir okkur áfram kleift að vera tilbúin að hjálpa ykkur þegar þörf er á.

Að lokum óskum við landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það gam

la.

Flugeldasalan komin á fullt

946083_10151788025706526_974925582_n

Flugeldasala björgunarsveitanna er komin á fullt þetta árið og sem fyrr er Flugbjörgunarsveitin með fjölda sölustaði víðsvegar um Reykjavík þar sem hægt er að kaupa mikið úrval flugelda og styrkja starf sveitarinnar á sama tíma.

 

Risaflugeldamarkaðir FBSR eru á eftirfarandi stöðum:

  • Í húsnæði FBSR við Flugvallarveg
  • Í Kringlunni við World Class
  • Við Mjódd, á planinu milli Nettó og Strætó.

Þá erum við einnig með sölustaði

  • Í Norðlingaholti, við Breiðholtsbraut
  • Við Hólagarð

1013636_10152601922561172_8473043809949474908_n 551488_10152926139416215_1301953767352490718_n