Greinasafn eftir: Gjaldkeri
Jólatrjáasala 2023
Flugbjörgunarsveitin þakkar öllum þeim sem keyptu jólatré kærlega fyrir stuðninginn.
Jólatréssölunni lauk 23. desember þegar síðasta tréð var selt.
Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík (FBSR) var opin frá 2. desember fram að jólum í vefverslun og á Flugvallarvegi 7 við Öskjuhlíð.
Opnunartímar á Flugvallarvegi 7 voru:
- Helgar kl. 10-22
- Virkir dagar kl. 12-22
Hægt var að kaupa vörur í vefverslun Flugbjörgunarsveitarinnar og sækja þær á Flugvallarveg 7 eða fá heimsent í Reykjavík, á Seltjarnarnes, í Mosfellsbæ og í Kópavogi gegn vægu gjaldi.
Í jólatréssölu Flugbjörgunarsveitarinnar er boðið upp á nordmannsþin (normannsþin), stafafuru, blágreni og rauðgreni. Nordmannsþinurinn kemur frá Danmörku en íslensku jólatrén, þ.e. grenið og furan, koma frá Skógræktarfélagi Íslands.
Að auki er boðið upp á greinar, jólatrésfætur, pallafuru og kerti.
Hægt er að fá frekari upplýsingar í síma 551 2300 eða á facebook síðu FBSR.
Á höfuðborgarsvæðinu er einnig hægt að kaupa jólatré hjá Hjálparsveit skáta Garðabæ og Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Víða um land eru björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að selja jólatré.
Þinn stuðningur skiptir máli
Þú getur hjálpað Flugbjörgunarsveitinnni að viðhalda þeim búnaði og þjálfun sem þarf til að halda úti öflugri björgunarsveit.
Til að styrkja sveitina er m.a. hægt að gerast Traustur félagi, senda heilla- eða minningarkort til styrktar sveitinni eða leggja beint inná bankareikning sveitarinnar. Eins er hægt að styrkja með greiðslukorti á vef Landsbjargar. Bakverðir Landsbjargar styrkja allar björgunarsveitir landsins.
Bankareikingur
FLUGBJÖRGUNARSVEITIN REYKJAVÍK | |
---|---|
Kennitala: | 550169-6149 |
Banki: | 0513-04-251892 |
Framlög eru frádráttarbær frá skatti
Fjárframlög einstaklinga til Flugbjörgunarsveitarinnar eru frádráttabær frá skatti (Sbr. 7. tölul. A-liður 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.) Á það við hvort sem um er að ræða einstakar gjafir til félagsins eða reglulegan stuðning Traustra félaga.
Styrktaraðilinn þarf ekkert að aðhafast. Flugbjörgunarsveitin kemur upplýsingum um frádráttabæra styrki (kaup á vöru og þjónustu skapa ekki rétt til frádráttar) til Skattsins og við það lækkar skattstofn styrktaraðilans á viðkomandi almanaksári. Afslátturinn nemur tekjuskatthlutfalli þess sem veitir styrkinn en hlutfallið er breytilegt eftir tekjum. Styrkveitingar koma því fram á skattframtali hvers og eins.
Einstaklingar geta fengið skattaafsláttinn þegar samanlögð styrkupphæð til félaga á almannaheillaskrá Skattsins er á bilinu 10.000 (lágmark) til 350.000 krónur (hámark) á almanaksári. Nánari upplýsingar má finna á skatturinn.is.
Flugeldasala 2022
Flugeldasala Flugbjörgunarsveitarinnar 2022 fer fram 28. desember – 31. desember.
Flugbjörgunarsveitin þakkar öllum sem styrkja starf sveitarinnar.
Sölustaðir eru á Flugvallarvegi 7, við Kringlu, í Mjódd á mót við Frumherja og við Norðlingabraut í Norðlingaholti.
Opnunartímar eru 28.-30. desember frá kl. 10 til kl. 22 og 31. desember frá kl. 9 til kl. 16.
Vefverslun með flugelda er opin frá 27. desember til 31. desember og er hægt að sækja á sölustaði í Mjódd og á Flugvallarvegi frá og með 28. desember.
Mesta aðsóknin er upp úr hádegi á gamlársdag og eru kaupendur hvattir til að koma snemma til að geta gefið sér tíma í næði til að velja sér skotelda.
Að venju eru til sölu blys, stjörnuljós, fjölskyldupakkar, rakettur, kökur, víg og gos.
Flugeldamarkaðir er ein mikilvægasta fjáröflun björgunarsveita og hjálparsveita.
Flugeldasölu Flugbjörgunarsveitarinnar 2020 lokið
Flugbjörgunarsveitin þakkar kærlega fyrir stuðninginn!
Vefverslun með flugelda var opin frá 20. desember og var hægt að sækja á sölustaði í Mjódd og á Flugvallarvegi frá og með 28. desember.
Flugeldasala Flugbjörgunarsveitarinnar 2020 fór fram 28. desember – 31. desember.
Sölustaðir voru á Flugvallarvegi 7, við Kringlu, í Mjódd og í Norðlingaholti.
Jólatrjáasölu Flugbjörgunarsveitarinnar 2020 lokið
Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík (FBSR) lauk 21. desember eftir að jólatré seldust upp. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!
Neyðarkall 2020
Neyðarkall björgunarsveitana er að öllu jöfnu seldur í upphafi nóvember ár hvert. Vegna sóttvarna var sölu litla neyðarkallsins 2020 (lyklakippan) frestað fram. Mun salan fara fram 4.-6. febrúar 2021.
Stóri kallinn var seldur fyrirtækjum í nóvember 2020.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kveður Flugvallarveg
Frá í mars hefur húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg verið bráðabirgðastöð Slökkviliðs höfuborgarsvæðisins. Áhafnir sjúkrabíls hafa haft þar aðsetur til að hindra smit á milli áhafna sjúkrabifreiða.
Í gær kvaddi slökkviliðið og þakkaði kærlega fyrir sig. Er ánægjulegt að hafa getað lagt lið með þessum hætti.