Greinasafn fyrir merki: kórónavírus

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kveður Flugvallarveg

Frá í mars hefur húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg verið bráðabirgðastöð Slökkviliðs höfuborgarsvæðisins. Áhafnir sjúkrabíls hafa haft þar aðsetur til að hindra smit á milli áhafna sjúkrabifreiða.

Í gær kvaddi slökkviliðið og þakkaði kærlega fyrir sig. Er ánægjulegt að hafa getað lagt lið með þessum hætti.

Guðbjörn Ólsen og Bergur Máni af C vaktinni sáu um síðustu vaktina á Flugvallarvegi. Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.