Jólatrjáasala 2024

Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík (FBSR) er opin frá 2. desember fram að jólum í vefverslun, á Flugvallarvegi 7 við Öskjuhlíð og við Byko Breidd.

Opnunartímar á Flugvallarvegi 7 eru:

  • Helgar kl. 10-22
  • Virkir dagar kl. 12-22

Opnunartímar við Byko Breidd eru:

  • Helgar kl. 10-18
  • Virkir dagar kl. 12-19

Hægt er að kaupa vörur í vefverslun Flugbjörgunarsveitarinnar og sækja þær á Flugvallarveg 7 eða fá heimsent í Reykjavík, á Seltjarnarnes, í Mosfellsbæ og í Kópavogi gegn vægu gjaldi.

Í jólatréssölu Flugbjörgunarsveitarinnar er boðið upp á nordmannsþin (normannsþin), stafafuru, blágreni og rauðgreni. Nordmannsþinurinn kemur frá Danmörku en íslensku jólatrén, þ.e. grenið og furan, koma frá Skógræktarfélagi Íslands.

Að auki er boðið upp á greinar, jólatrésfætur, pallafuru og kerti.

Hægt er að fá frekari upplýsingar í síma 551 2300 eða á facebook síðu FBSR.

Á höfuðborgarsvæðinu er einnig hægt að kaupa jólatré hjá Hjálparsveit skáta Garðabæ og Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Víða um land eru björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að selja jólatré.

Flugbjörgunarsveitin þakkar öllum þeim sem keyptu jólatré kærlega fyrir stuðninginn.

Skildu eftir svar