Takk fyrir stuðninginn

 

Um helgina fór fram sala á Neyðarkallinum þetta árið. Sölufólki okkar var tekið mjög vel og gekk salan samkvæmt björtustu vonum. Flugbjörgunarsveitin vill þakka öllum þeim sem styrktu sveitina og aðrar björgunarsveitir, með kaupum á Neyðarkallinum, fyrir stuðninginn. Það er þessi stuðningur sem gerir sveitunum kleift að halda úti þessu starfi og bregðast við þegar aðstoðar er þörf. Takk fyrir!

FBSR þakkar fyrir stuðninginn