Greinasafn fyrir flokkinn: Fjáraflanir

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir stuðninginn

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík þakkar öllum þeim sem komu að flugeldasölunni í ár fyrir ómetanlegt framtak. Þessi fjáröflun skiptir lykilmáli fyrir rekstur sveitarinnar og mun skila sér í auknum tækifærum fyrir okkur til þess að bæta okkur sem björgunarsveit, hvort sem er með þjálfun félaga eða uppbyggingu tækjakosts.

Þá er landsmönnum þakkaður stuðningurinn,10891726_10152600966011172_4087149810504279980_n en með að kaupa flugelda af björgunarsveitum landsins sýna þeir enn og aftur að þau kunna að meta starf sveitanna og vilja sýna þeim stuðning sinn í verki. Þessi stuðningur gerir okkur áfram kleift að vera tilbúin að hjálpa ykkur þegar þörf er á.

Að lokum óskum við landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það gam

la.

Flugeldasalan komin á fullt

946083_10151788025706526_974925582_n

Flugeldasala björgunarsveitanna er komin á fullt þetta árið og sem fyrr er Flugbjörgunarsveitin með fjölda sölustaði víðsvegar um Reykjavík þar sem hægt er að kaupa mikið úrval flugelda og styrkja starf sveitarinnar á sama tíma.

 

Risaflugeldamarkaðir FBSR eru á eftirfarandi stöðum:

  • Í húsnæði FBSR við Flugvallarveg
  • Í Kringlunni við World Class
  • Við Mjódd, á planinu milli Nettó og Strætó.

Þá erum við einnig með sölustaði

  • Í Norðlingaholti, við Breiðholtsbraut
  • Við Hólagarð

1013636_10152601922561172_8473043809949474908_n 551488_10152926139416215_1301953767352490718_n

Jólatrjáasalan 2014

Næsta fimmtudag (11. des) hefst jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar í ár. Eins og undanfarin ár erum við með normannsþin, íslenska furu og íslenskt greni. Trén eru í öllum stærðum og gerðum og verða ný tré tekin inn daglega. Kakó og piparkökur á boðstólnum í huggulegu umhverfi í húsnæði okkar við Flugvallarveg 7.

Í dag fór vaskur hópur félaga að sækja tré í Hvalfjörð, en við verðum með fleiri íslensk tré en nokkru sinni fyrr. Nokkrar vel valdar myndir fá að fylgja hérna með.

Opnunartími jólatrjáasölunnar er eftirfarandi frá 11. des til 24. des:

  • Virkir dagar: 12-22
  • Helgar 10-22
  • Aðfangadagur: 9-13

 

 

Jólatrjáasalan að byrja

Nú eru spennandi tímar framundan! Jólatrjáasala FBSR hefst á fimmtudaginn 12. desember nk., kl. 12.00, á Flugvallarvegi. Opnunartímar eru sömu og fyrr, kl. 12-22 virka daga og 10-22 um helgar. Verið hjartanlega velkomin að velja fallegan þin, furu og/eða grenitré, greinar, friðarljós og/eða jólatrésfót.

Sjá má staðsetningu FBSR og sölunnar hér.

Nánari upplýsingar um söluna og myndir frá sölustaðnum er að finna á facebook síðu FBSR. 

jola2 jola1

 

Takk fyrir stuðninginn

 

Um helgina fór fram sala á Neyðarkallinum þetta árið. Sölufólki okkar var tekið mjög vel og gekk salan samkvæmt björtustu vonum. Flugbjörgunarsveitin vill þakka öllum þeim sem styrktu sveitina og aðrar björgunarsveitir, með kaupum á Neyðarkallinum, fyrir stuðninginn. Það er þessi stuðningur sem gerir sveitunum kleift að halda úti þessu starfi og bregðast við þegar aðstoðar er þörf. Takk fyrir!

FBSR þakkar fyrir stuðninginn

 

Neyðarkallinn 2013

Sala á Neyðarkallinum 2013 hefst á fimmtudaginn og nú er búið að skýrast hvernig kallinn lítur út. Í ár er Neyðarkallinn kvennkyns og af sjúkrasviði. Við hvetjum alla til að sýna stuðning í verki og kaupa kallinn af einhverjum af því fjölmarga björgunarsveitafólki sem verður að selja kallinn næstu daga. Eins og fyrr kostar stykkið 1500 krónur og fer í uppbyggingu og þjálfun björgunarsveitafólks.
neydarkall

Jólatrésalan er hafin

Enn eitt árið er hafið í jólatrésölunni Tveir sölustaðir eru í ár sem eru Grasagarðurinn í Laugardal og svo í húsi FBSR á Flugvallarvegi.

Opnunartímar í húsi FBSR eru :
12:00-22:00 virka daga
10:00-22:00 um helgar

Opnunartímar í Grasagarðinum eru :
13:00-17:00 um helgarnar 10-11. desember og 17-18 desember

Höfum til sölu jólatré, greni og jólatréfætur.

Heitt kakó á könnunni og piparkökur
Verið hjartanlega velkomin

YKKAR STUÐNINGUR ER OKKAR STYRKUR.

Með bestu kveðjum FBSR.

Neyðarlögin 2011

Nú er að fara í gang söfnunarátak til handa björgunarsveitum landsins með sölu á geisladisknum Neyðarlögin 2011 fram til áramóta.
Við væntum þess að björgunarsveitir skipuleggi sem fyrst sölu á honum með því að ganga í hús í sínu byggðarlagi sem og með sölu við verslanir og þjónustustofnanir. Diskurinn kostar þar 2.500 krónur.. Diskurinn verður jafnframt seldur í verslunum og bensínstöðum til áramóta.

Sjá einnig fésbókarsíðuna
http://www.facebook.com/pages/Neydarlogin_2011/309808472371754?sk=wall.

Finna má nánari upplýsingar í netpósti sem sendur hefur verið á netfangið þitt.

Neyðarkallinn fjáröflun

NEYÐARKALLINN 2011 !Kæru félagar sala á NEYÐARKALLINUM verður dagana 3. til 6. nóvember 2011, félagar eru allir hvattir til að taka þátt í þessari öflugu fjáröflun, skráning á vaktir eru að finna nánar í netpóstinum sem sendur hefur verið til þín.


Kær kveðja

Jón 8930733, Þráinn 6900710 og Stefán Þór 8444643.