Frá flugeldanefnd.

Nú er búið að leggja lokahönd á flugeldasölu sveitarinnar 2007, pakka öllu snyrtilega niður  og undirbúningur fyrir næsta ár að hefjast.  
Vinnan þetta árið gekk vel en mikill sprettur var á mönnum undir það síðasta og margir sem lögðu sig alla fram til að treysta þessa mikilvægustu tekjustoð sveitarinnar.  
Lagermenn, Flugeldanefnd og ekki síst nýliðar sveitarinnar unnu mikið og gott starf. Mörgum getum við þakkað aðstoðina við sölu flugeldana. Sérstaklega viljum við þakka bílaumboðinu B&L fyrir að lána okkur húsnæði, starfsfóki B&L fyrir þolinmæðina og hjálpsemi alla.
Bókaútgáfan Fjölvi gaf okkur auglýsingapláss sem þeir áttu og höfðu greitt fyrir. Hafið góðar þakkir fyrir Fjölvi og Jónas Guðmundsson framkvæmdastjóri Fjölva og FBSR félagi.