Salur FBSR til leigu

Nú er hægt að leigja salinn í félagsheimilinu út til þeirra sem hafa áhuga.  Salurinn verður leigður frá 08:00 til 18:00 á virkum dögum, helgarleiga er öllu jafnan ekki leyfð nema engin starfsemi sé ráðgerð í salnum á sama tíma.  Áfengi verður ekki leyft undir neinum kringumstæðum.  Þeir sem hafa áhuga á því að leigja salinn er bent á að hafa samband við gjaldkera FBSR sem hefur netfangið [email protected]. Salurinn hefur stórt sýningatjald, myndvarpa, stóla og tússtöflu og 15 tveggja manna borð.  Þráðlaust internet er einnig í salnum.  Ágætt aðstaða er í eldhúsinu þar sem er kaffikanna, expressovél, hraðsuðuketill og örbylgjuofn eru til staðar.  Leigjandi kemur sjálfur með kaffi og kaffipoka því þar sem ekki er starfsmaður á staðnum til að gæta þess að það sé ávallt til staðar.  Leiguverðin eru hjá gjaldkeranum sem tekur niður pantanir,  greiða skal fyrir leigu á salnum fyrirfram inn á reikning tilgreindan af gjaldkera.  Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega sendið netpóst og við svörum um hæl.
Kveðja stjórnin.