Fyrsta hjálp og félagabjörgun

Þessa helgi eru báðir nýliðahóparnir á fullu í þjálfun, en fyrra árið situr námskeið í fyrstu hjálp undir leiðsögn sjúkrahópsins og fulltrúar fjallasviðs fara yfir félagbjörgun á Sólheimajökli með seinna árinu.

Í heild eru um þrjátíu nýliðar í húsi í fyrstu hjálparæfingum, en auk þess koma þó nokkrir inngengnir að þjálfuninni. Þegar kíkt var niður í hús áðan var meðal annars verið að fara yfir hjartahnoð, hjartastuðtæki og þríhyrningana.

20131019_153434