Miðsvetrar fundur

Næstkomandi miðvikudag, 12. febrúar, verður haldinn miðsvetrar fundur niðri á Flugvallarvegi. Allir meðlimir eru hvattir til að mæta, en farið verður yfir nýlegar breytingar í bílamálum, dagskrá komandi mánaða og fleira. Fundurinn hefst kl 20:00 og verður kvennadeildin með veitingar í hléi. Kökugjaldið er að venju 1500 krónur. Nánari upplýsingar á d4H.