Þriðjudaginn 16.okt, klukkan 18 í Skógarhlíð verður haldið Tetra námskeið. Þar ætlar Daníel að kenna okkur á talstöðvarnar okkar og verður með almennan fróðleik um Tetra kerfið. Skráning er á spjallinu eða með tölvupósti á ritari <hjá> fbsr.is.
Dagskrá kvöldsins
Í kvöld verður Einar Sveinbjörnsson með fyrirlestur um veðurfræði fyrir nýliða klukkan 20. En eins og flestir vita eru nýliðaveður oft æði frábrugðin þeim veðrum sem inngengnir hafa áhyggjur og áhuga á. Þá er óþarfi að minna á æfinguna sem byrjar 18:15 en þar hittast nýrri og eldri félagar og taka létt skokk og kannski Muller æfingar í Nauthólsvík.
Fyrirlesturinn verður haldinn niðrí húsi en á sama tíma er svokallað flubbakvöld þar sem inngengnir hittast og ræða heima og geima ásamt því að undirbúa sig fyrir Landsæfingu. Ef þú kærir þig ekki um að ræða um heima eða geima þá skaltu bara mæta til að hlusta á fyrirlesturinn. Nóg að gera í kvöld og fullt af fólki!
Kapphlaup í Kabúl
Marteinn Sigurðsson er einn þeirra fjölmörgu félaga FBSR sem hefur starfað á vegum NATO á Alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afghanistan. Hann sendi okkur frásögn og myndir úr DANCON March keppninni sem hann og fleiri fræknir flubbar tóku þátt í á dögunum.
Föstudaginn 5. október var haldin hérna á KAIA (Kabul International
Airport) hin goðsagnakennda DANCON March kepnni. Ganga þessi á rætur sínar að
rekja til Kýpur, nánar tiltekið í Throdos fjöllum, þar sem danskir byrjuðu á þessu
brölti. Síðan þá hefur það verið hefð að þjóðir sem eru úr NATO eða UN
sendisveitunum taka þátt með Dönunum til að styrkja
tengslin og hafa gaman.
Auðvitað sendu Íslendingar lið í keppnina, sex
manns og þar af voru þrír flubbar, ég, Snorri Hrafnkels og Óli Haukur.
Menn æfðu nú mismikið fyrir þetta og allavega einn ekkert neitt, en það var hann Gvendur. Höfum ekki fleiri orð um það.
Reglurnar
eru einfaldar. Menn skyldu vera í einkennisbúningi og þar af leiðandi viðeigandi klossum. Menn fengu svo að velja á milli þess að vera
með bakpoka og innihald samtals 10 kíló eða eða búnir skotheldu vesti, hjálmi og
riffli. Vegalengdin er 23 kílómetrar og fólk hefur 6 klukkutíma til að
klára en skipt er í þrjá flokka eftir því hversu lengi langan tíma menn ætla sér. "Elite" flokkurinn er þeir sem stefna á að ljúka hlaupinu undir 3
klst. og svo eru tveir aðrir flokkar.
Jæja það er ræst af stað klukkan 04:40 og það
er algjört myrkur þannig að maður skokkar þetta varlega. "Hringurinn"
sem er farinn er 11,5 kílómetrar og þegar maður var búinn með einn þá
var farið að birta.
Maður vissi í rauninni ekki hvað maður var að
fara út í en ég setti markið á að vera meðal 20 efstu. Það voru 217
keppendur og til að ná því markmiði taldi ég mig þurfa að skokka
alla leiðina.
Það tókst og ég endaði í fimmta sæti á tímanum
2 klst. 14,49 sek. Óli Haukur varð í áttunda sæti á innan við þremur klst. Eins og sjá
má á þessu þá eru flubbar engir eftirbátar þrautþjálfaðara sérsveitamanna en þeir voru nokkrir þarna inni á milli.
Kveðja frá Aghanistan,
Matti Skratti
Brífing áður en lagt er af stað
Majorinn Snorri grimmur á svip
Fjallakofinn veitir afslátt
Fjallakofinn hefur núna flutt að Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði. Þeir
vilja nú sem fyrr þjónusta okkur björgunarsveitarfólkið vel og veita
okkur núna auka afslátt í tilefni að flutningunum.
Nú í september og til og með 12. okt. er veittur 20% staðgreiðsluafsláttursé verslað fyrir meira en 20.000 kr og þeim sem versla fyrir meira en 50.000 kr. er boðið að skipta greiðslunum niður á allt að 4 mánuði vaxtalaust. Þessa sömu daga (til og með 12. okt) eru allar buxur seldar með 25% afslætti, að frátöldum Smartwool og Löffler nærbuxum.
Allir félagar í Björgunarsveitum Landsbjargar hafa fastan 10% staðgreiðsluafslátt (5% sé greitt með kreditkortum) auk þess sem veitt eru tilboð í magnkaup.
Kappkostað er að eiga sem mest af algengasta búnaðinum sem björgunarsveitarfólk notar á lager og hægt er að útvega með stuttum fyrirvara vörur frá helstu viðurkenndu merkjum, s.s. Scarpa, Marmot, Black Diamond, Petzl o.fl.
Fyrsta ferð vetrarins að baki
Um helgina var farin fyrsta ferð B1 og lá leiðin Langadal í Þórsmörk. TIl stóð að fara yfir Fimmvörðuháls en sökum veðurs var hópnum komið beint inní Mörk þar sem teknir voru dagstúrar á laugardag og sunnudag. Myndir og almennileg ferðasaga koma von bráðar.
Kát sál í þreyttum líkama
Á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18:15 hittumst við niðrí húsi við Flugvallarveg og tökum léttar æfingar. Egill frjálsíþróttaþjálfari segir okkur fyrir verkum og eftir tímabilið keppum við öll á Gullmóti, það er næsta víst.
Æfingarnar verða eins mikið úti og hægt er, enda leitumst við alltaf við að vera úti í kuldanum og höfum líka þessi fínu æfingasvæði sem kallast Öskjuhlíð og Nauthólsvík.
Ný leið að Valshamri
Búið er að breyta leiðinni uppí Valshamar en það er gert til að halda sátt við sumarbústaðaeigendur á svæðinu. Sjá frétt hjá isalp. Verum dugleg og notum nýju leiðina.
Annasöm helgi framundan
Nú um helgina verður í nógu að snúast. Leit í Skaftafelli (10-15 manns alla helgina), framkvæmdir í húsi (minnst 40 manns) og gæsla (10 manns á laugardagskvöld) eru verkefnin en það er langt síðan við höfum þurft jafn margar hendur á sama tíma, ef frá er talin flugeldavertíðin. Þó þú getir ekki séð af nema klukkutíma á laugardaginn, mættu á Flugvallarveginn og kíktu á dagskrá vetrarins.
Framkvæmdadagur á Flugvallarvegi
Nú á laugardag ætlum við að hittast klukkan 10 á Flugvallarvegi og taka til hendinni í húsinu. Verkefnin eru af ýmsum toga, handiðn og skriftir. Um kvöldið grillum við svo saman og verðlaunum okkur fyrir vel unnin verk. Nánari upplýsingar um verkefnin verða á spjallinu.
Stökkhelgi framundan
Nú um helgina verður farið á Hellu að stökkva. Áætlað er að leggja af stað á föstudag og koma til baka á sunnudag. Allt útlit er fyrir frábært stökkveður og ef flugvélin nær upp þá náum við niður aftur. Munið bara að taka með ykkur Kappana.