Dagskrá kvöldsins

Í kvöld verður Einar Sveinbjörnsson með fyrirlestur um veðurfræði fyrir nýliða klukkan 20.  En eins og flestir vita eru nýliðaveður oft æði frábrugðin þeim veðrum sem inngengnir hafa áhyggjur og áhuga á.  Þá er óþarfi að minna á æfinguna sem byrjar 18:15 en þar hittast nýrri og eldri félagar og taka létt skokk og kannski Muller æfingar í Nauthólsvík.

Fyrirlesturinn verður haldinn niðrí húsi en á sama tíma er svokallað flubbakvöld þar sem inngengnir hittast og ræða heima og geima ásamt því að undirbúa sig fyrir Landsæfingu.  Ef þú kærir þig ekki um að ræða um heima eða geima þá skaltu bara mæta til að hlusta á fyrirlesturinn.   Nóg að gera í kvöld og fullt af fólki!

Skildu eftir svar