Dagskráin framundan

Á fimmtudag klukkan 20 verður haldinn auka-Aðalfundur FBSR í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg.  Allir félagar ættu að hafa fengið bréf þess efnis í síðustu viku en hafi það ekki borist þá vinsamlegast látið ritara vita.

Nú um helgina fer B1 í gönguferð á Reykjanesi á meðan B2 verður á námskeiði í Leitartækni uppi á Akranesi.  Við hvetjum alla félaga til að mæta í annanhvorn dagskrárliðinn, það er alltaf gaman í ferðum með B1 og öll þurfum við að rifja upp leitartæknina reglulega.

Þá verður farið í haustferðina helgina 2.-4. nóvember og verður sú ferð algjört dúndur.

Minnum svo á að dagskránna má sjá hér á vefnum.