Fyrsta hjálp á Laugarvatni okt 2007

Um helgina voru fréttamenn B1 með í för er hópur nýliða ásamt fleirum FBSR meðlimum fóru á Laugarvatn til að læra og sumir að rifja upp „Fyrstu Hjálp“.

f1Um það bil 30 manns í B1 var komið fyrir á Menntaskólanum á Laugarvatni og völdu menn sér ýmist svefnpláss í kennslustofum eða öðrum vel völdum stöðum innan eða utan veggja skólans. Fyrirlestrar hófust strax hjá Sigurbirni Gíslasyni í Björgunarfélagi Akraness, en Sibbi eins og hann kýs að kalla sig er léttlyndur Skagastrákur sem býr að miklum slysasöguforða og oftar en ekki gat komið með „first hand“ sögur tengdar efninu. Kennslu lauk uppúr 22 á föstudagskvöldið og hafði þá fólk lausan hala frammað háttatíma. Sumir fengu sér smá göngutúr meðan aðrir horfðu á videó eða enn aðrir fóru í göngutúr í hraðbankann sem endaði síðan á Lindinni á Laugarvatni.

Það sem lesendur þurfa að gera sér grein fyrir er hvernig er að sofa í skólastofu með hóp þar sem meðalaldur er 26 ára. Það er nefnilega ekkert öðruvísi en það var þegar maður var 10-12 ára 🙂
Eftir langt en gott galsabrandara-session náðu flestir að sofna og var síðan ræs kl. 08.30 á laugardeginum.

Til að gera langa sögu stutta þá voru fyrirlestrar fram á kvöld ásamt verklegri kennslu inn á milli. Þegar var komið á seinnihluta fyrirlestranna var komin smá vottur af galsa í menn og þá fóru fimmaurarnir að fljúga:

Sibbi: „Þetta er semsagt SAM-spelka.“

Sigurbjartur: „Nennirðu að láta hana ganga?“

Helgi: „Hún getur ekkert gengið.“

Sibbi: „Hryggjasúlan er ekki bein.“

Vimmi: „Nú hvað er hún þá? Brjósk?“

Sibbi: „Hvar á að geyma tennur?“

Doddi: „Utanum hálsinn.“

Sibbi: „Hvernig hitum við alvarlega ofkældan sjúkling innanfrá?“

Doddi: „Setjum hann í örbylgjuofn.“

Seinna um kveldið var síðan æfing úti sem tókst bærilega vel m.v. aldur og fyrri störf allra sem sátu námskeiðið. Eftir „de-briefing“ á æfingunni hófst kvöldvakan sem haldin var í Stofu 204 sem var betur þekkt sem dönskustofan.

f2Fyrst var farið í Fram, Fram, Fylking og þannig hitað upp með mannskapnum sem endaði í reipitogi þar sem Jarðaberjaliðið sigraði eftir smá backup aðstoð að sögn vitna. Menn voru sko ekki á þeim skónnum að hætta því næst tók við Stólaleikur sem síðan endaði í „Mangó mangó“ leiknum, „The Romantic version“.

Ástarfleygið sjálft hafði komið með í för og laðaði Vimmi til sín góða gesti ofaní fleygið. Kvöldvökunni var síðan formlega slitið kl. 03.20 en þá voru lætin orðin of mikil fyrir þá sem hvíla vildu lúin bein.

Ræs var síðan aftur kl. 08.30, svipað kerfi og fyrri daginn, fyrirlestrar og eitthvað smá verklegt. En svo var komið að prófinu. Hópurinn fékk klukkutíma til að hita upp fyrir prófið sem hófst á slaginu 15:00. Eftir próf fóru þeir félagar Sibbi og Ási sveittir yfir prófin og afhentu síðan einkunnir. Ekki var gefin út meðaleinkunn en flestir náðu og var meiri að segja ein 10 gefin :D. Eftir tiltekt var síðan haldið heim á leið.