Landsæfing undir Eyjafjöllum

Á laugardag var haldin Landsæfing björgunarsveita.  Að þessu sinni var hún haldin í nágrenni Skóga en svæðið er alveg stór skemmtilegt og býður uppá mikla fjölbreytni í verkefnum.  8 fjallabjörgunarmenn úr FBSR héldu á svæðið ásamt bílstjóra og sinntu þar krefjandi verkefnum sem undirbúin voru af félögum okkar úr björgunarsveitum á Suðurlandi.