Fjallakofinn veitir afslátt

Fjallakofinn hefur núna flutt að Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði. Þeir
vilja nú sem fyrr þjónusta okkur björgunarsveitarfólkið vel og veita
okkur núna auka afslátt í tilefni að flutningunum.

 Nú í september og til og með 12. okt. er veittur 20% staðgreiðsluafsláttursé verslað fyrir meira en 20.000 kr og þeim sem versla fyrir meira en 50.000 kr. er boðið að skipta greiðslunum niður á allt að 4 mánuði vaxtalaust. Þessa sömu daga (til og með 12. okt) eru allar buxur seldar með 25% afslætti, að frátöldum Smartwool og Löffler nærbuxum.

Allir félagar í Björgunarsveitum Landsbjargar hafa fastan 10% staðgreiðsluafslátt (5% sé greitt með kreditkortum) auk þess sem veitt eru tilboð í magnkaup.

Kappkostað er að eiga sem mest af algengasta búnaðinum sem björgunarsveitarfólk notar á lager og hægt er að útvega með stuttum fyrirvara vörur frá helstu viðurkenndu merkjum, s.s. Scarpa, Marmot, Black Diamond, Petzl o.fl.

                                                                  

Skildu eftir svar