Greinasafn eftir: stjorn

Hverju á ég von á?

Jónas Guðmundsson stendur fyrir námsskeiðinu  ,,Hverju á ég von á?“ niðri í   sveit þriðjudagskvöldið 10. febrúar kl. 20:00. Farið er yfir viðbrögð  björgunarmanna við erfiðar aðstæður í tengslum við andlát eða alvarleg slys. Farið er yfir lykilatriði um öryggi björgunarmanna. Allir félagar velkomnir

Félagakvöld – Skíðaprepp

Þriðjudaginn 3.febrúar verður félagakvöld. Að þessu sinni ætlar Bubbi að fræða okkur um hvernig best er að vinna botninn á skíðnum og hvað það felur í sér. Um að gera að mæta með skíðin.

 

Aðra helgina í febrúar er á dagskrá gönguskíðaferð þannig að það er um að gera að gera skíðin klár!

 

Gamanið hefst kl 20.00.

Miðsvetrarfundur FBSR

Miðsvetrarfundur FBSR verður haldinn á Flugvallarveginum mánudaginn 2.febrúar.

Á fundinum verður farið yfir dagskrána fram á vor og rædd þau mál sem hvíla á félagsmönnum. Ekki verður lagður fram ársreikningur síðasta árs þar sem hann er enn í vinnslu.

Í hléi verður kvennadeildin með sínar margrómuðu veitingar sem að venju kosta 1000 krónur.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kær kveðja,
Stjórnin

Tindfjöll um helgina

Nýliðahóparnir stefna í Tindfjöll um helgina. Mæting í hús kl. 19.00 og lagt verður af stað kl. 20.00.

B2 munu reyna við tindinn og ganga sem næst honum á föstudagskvöld.

B1 fer í fjallamennsku 1 og Snjóflóða námskeið.

Gist verður í tjöldum.

Þeir sem hafa áhuga á að slást með i ferðina tilkynni þátttöku til Steinars á email: [email protected] fyrir kl. 11.00 á fimmtudag. 

Opinn stjórnarfundur

Minnum á opinn stjórnarfund mánudaginn 26. janúar kl. 20.00. Opnir stjórnarfundir eru haldnir síðasta mánudag í mánuði. Dagskrá hvers fundar fer eftir hvað er að gerast á hverjum tíma og ef þið hafið einhver sérstök málefni sem þið viljið ræða þá endilega látið okkur vita með því að senda póst á ritari[hja]fbsr.is.

Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.

Bergmenn – Fjallaleiðsögumenn

Hinn landsþekkti klifrari, UIAGM-IFMGA Fjallaleiðsögumaður og Flubbi í húð og hár Jökull Bergmann hefur sagt kreppunni stríð á hendur og sett í loftið nýja heimasíðu www.bergmenn.com fyrir fjallaleiðsögufyrirtækið sitt Bergmenn – Fagmenn í fjallaleiðsögn.Þetta er alger nýjung í framboði á fjallaferðum á Íslandi þar sem mikil áhersla er lögð á t.d Þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga þar sem dýrmætum erlendum gjaldeyri verður dælt inní landið.

Þarna er samankomið eitt besta safn ljósmynda og efnis um fjallamennsku hverskonar á Íslandi en þó með sérstakri áherslu á fjallaskíðaferðir, þyrluskíðun, ísklifur og Alpaferðir. Jökull býður uppá magnað úrval ferða á Íslandi sem og sérsniðnar Alpa ferðir fyrir Íslendinga en hann er eini Íslendingurinn sem hefur starfsréttindi í Evrópsku Ölpunum. Jökull náði þeim merka áfanga á síðasta ári að verða fyrsti Íslendingurinn til að útskrifast með hina gríðarlega virtu alþjóðlegu UIAGM-IFMGA Fjallaleiðsögumanna gráðu. Þetta er árangur yfir tíu ára þrotlausrar þjálfunnar og prófaferlis sem er án efa eitt það erfiðasta í heiminum þar sem aðeins um 10‰ þeirra sem hefja námið ná að ljúka fullum réttindum.

Jökull starfar víðvegar um heiminn við fjallaleiðsögn allt árið um kring m.a í Kanada yfir köldustu vetrarmánuðina í þyrluskíða leiðsögn, á Íslandi á vorin í fjalla og þyrluskíðaferðum. Jökull hefur einnig um árabil boðið uppá ferðir á Hvannadalshnúk og fleiri fjöll á Íslandi. Alparnir, Afríka, Suður Ameríka og Nepal eru einnig á lista yfir þá staði sem Jökull starfar reglubundið á. FBSR óskar Jökli til hamingju með gráðuna og glæsilega heimasíðu.

Grímsfjall

Helgina 16. – 18. janúar ætla bílahópar á svæði 1 að fara saman í gufubað á Grímsfjalli. Enn eru einhver sæti laus í sveitarbílum.

Skráning og frekari upplýsingar hjá Halldóri – halldorgm<hjá>gmail.com eða í síma 695-4998