Skíðapreppið

Þriðjudaginn 3.febrúar var haldin sýnikennsla í skíðapreppi þar sem Bubbi fór yfir hvernig vinna á upp botn skíðanna og gera helstu lagfæringar á rennslisfletinum og köntum.  Þótti kvöldið heppnast einstaklega vel og nokkuð ljóst að þörf var á að fræða marga um viðhald búnaðarins. 

Við notum tækifærið og minnum á að þriðjudagar eru flubbadagar og ef ekki er eitthvert námskeið í gangi þá er viðburður af einhverju öðru tagi.  Flubbum þarf aldrei að leiðast á þriðjudögum.