Ljósmyndasamkeppni FBSR

Í tengslum við árshátíðina í ár verður Ljósmyndasamkeppni FBSR haldin í fyrsta sinn. Dómnefndina skipa Jón Svavarsson, Ásgeir Sigurðsson og Ragnhildur Magnúsdóttir. 

Skilafrestur á myndum er til hádegis 2.mars en úrslit og verðlaunaafhending verða á árshátíð sveitarinnar laugaraginn 7.mars.

 

Reglur og fyrirkomulag keppninnar eru eftirfarandi…


 

 • Keppt er í 3 flokkum; (1) opinn-flokki, (2) þema-flokki „Snjór" og (3) myndaröð.

 • Hver
  þáttakandi má senda hámark 5 myndir í opinn-flokk og þema-flokk hvorn
  fyrir sig. Senda má 2 myndaraðir sem innihalda 3-5 myndir hver. Ekki er
  skylda að senda í alla flokka, þáttakandi má þess vegna senda eina mynd.

 • Nafnleynd
  skal vera á sendum myndum. Skila þarf myndum í rafrænuformi á CD disk,
  aðgreina þarf myndir í 3 möppur á disknum með heiti þess flokks sem
  keppt er í. Disknum skal skilað í umslagi með dulnefni og fylgja þarf
  með í lokuðu umslagi réttar upplýsingar um höfund mynda (nafn,
  kennitala og símanúmer).

 • Þar
  sem um er að ræða fyrstu keppni af þessu tagi eru ekki takmörk á því
  hvenær myndin er tekin aðeins það að hún tengist starfi
  Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

 • Skilafrestur
  á myndum er til hádegis 2. mars, þeim skal skilað til dómnefndar á
  Flugvallaveg í póstkassa merktum Ljósmyndakeppni FBSR 2009

Nú er um að gera að drífa sig út að taka myndir og/eða grafa upp eldri myndir úr safninu!