Árshátíð FBSR

Árshátíð FBSR verður haldin í skíðaskálanum í Hveradölum laugardaginn 7. mars nk.

 

Samkvæmið hefst með fordrykk í húsi FBSR kl 17:30 og svo kl 18:30 mun rúta flytja mannskapinn í skíðaskálann. Þar verður boðið upp á glæsilega 3 rétta máltíð að hætti skíðaskálans. Veislustjóri kvöldsins er okkar eina sanna Sveinborg og mun hún sjá um að halda stemningunni uppi.

 

Úrslit ljósmyndasamkeppninnar verða tilkynnt og B1 og B2 munu sýna hvað í þeim býr með frábærum skemmtiatriðum. DJ Automan og DJ Mooserwirt sjá svo til þess að dansgólfið verði heitt í lok kvöldsins.

 

Þema kvöldsins er ofurhetjubjörgunarþema og verða veitt verðlaun fyrir bestu túlkunina. Rúta mun svo flytja fólkið í 101 í lok kvölsins. 


Miðaverð er aðeins 4500 og allt innifalið. Miðasala verður á Flugvallarvegi mánudaginn 2. mars og þriðjudaginn 3. mars frá kl. 19:00 og frameftir.