Miðsvetrarfundur FBSR verður haldinn á Flugvallarveginum mánudaginn 2.febrúar.
Á fundinum verður farið yfir dagskrána fram á vor og rædd þau mál sem hvíla á félagsmönnum. Ekki verður lagður fram ársreikningur síðasta árs þar sem hann er enn í vinnslu.
Í hléi verður kvennadeildin með sínar margrómuðu veitingar sem að venju kosta 1000 krónur.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kær kveðja,
Stjórnin