Félagakvöld – Skíðaprepp

Þriðjudaginn 3.febrúar verður félagakvöld. Að þessu sinni ætlar Bubbi að fræða okkur um hvernig best er að vinna botninn á skíðnum og hvað það felur í sér. Um að gera að mæta með skíðin.

 

Aðra helgina í febrúar er á dagskrá gönguskíðaferð þannig að það er um að gera að gera skíðin klár!

 

Gamanið hefst kl 20.00.