17. apríl var sveitin kölluð út vegna slasaðs manns í Esjunni. Skömmu áður en lagt var af stað úr húsi var útkallið afturkallað en þá höfðu samferðamenn mannsins komið honum niður.
Greinasafn eftir: stjorn
Samæfing leitarhópa
Í kvöld er samæfing leitarhópa á svæði 1 í umsjón Ársælinga. Brottför frá Flugvallarvegi er klukkan 19. Þema æfingarinnar er leit í og við ár svo við minnum á að gott er að hafa með t.d. polaroid gleraugu og annan vatnabúnað.
Vel heppnuð páskaferð að baki
Nú er lokið vel heppnaðri páskaferð en 14 manns héldu til fjalla á Skírdag. Verið er að hamra saman ferðasögu og verður hún gerð opinber þegar sátt hefur náðst um framsetningu og túlkun ljósmynda.
Páskaferð FBSR – Ný ferðaáætlun
Sökum óvissu með snjóalög og bilana í jeppum ætlum við sem erum skráð í páskaferðina að varpa fram endurskipulagi á annars mjög vel skipulagðri páskaeggjagönguskíðaferð.
Vonumst við til þess að fleiri sjái sér fært að kíkja við einhverja daga og skemmta sér með okkur.
Ný ferðaáætlun er eftirfarandi…
Fimmtudagur 9.apríl
-Hittast á Flugvallarvegi klukkan 09, laus við allt stress.
-Munda brodda, ísaxir og línur í Gígjökli.
-Fara í Bása og grilla í liðinu.
-Gist í Básum.
Föstudagur 10.apríl
-Farið upp á Fimmvörðuháls með gönguskíði á bakinu.
-Haldið út á Mýrdalsjökul með gögnuskíði undir fótum.
-Hluti hóps gistir uppá jöklinum, hinn hópurinn fer aftur niður í Bása.
Laugardagur 11.apríl
-Haldið niður í Bása til að grilla meira í liðinu.
Sunnudagur 12.apríl
-Tungnakvíslarjökull skoðaður og fleiri ísaxarbardagar háðir.
-Hugað að heimferð.
Heyrst hefur að þessi endurskipulagnin hafi þegar lokkað að sér tvo úr B2 í einn dag. Vonumst til að fleiri sjái sér fært að mæta.
Tilkynnið þátttöku á innra netinu eða til Hauks í B2 – haukureg[hja]gmail.com
Páskaferðin
Senn fer að líða að páskaferðinni en aðaláætlunin er gönguskíðaferð austur af Holtavörðuheiði, yfir Arnarvatnheiði endilanga og yfir á Kjöl – plan A. Stefnt er á að leggja af stað á Skírdag og komið til baka á Páskadag. Miðað er við að gist sé allar nætur í eða við skála og kvöldverður sé sameiginlegur.
Á heimasíðu B2 má sjá nánari lýsingu leiðinni og á varaáætlunum B, varavaraáætlun C og varavaravaraáætlun II – ef snjólaust yrði um allt land. Þar má einnig sjá umfjöllun um skála á leiðinni. http://sjalfhelda.net/b2evolution/index.php/all/2009/03/15/paskafere_atkvaea
Hægt er að skrá sig til þátttöku á þátttökulista á Flugvallarvegi eða hjá Hauki – haukureg[hja]gmail.com og komi fram nafn, símanúmer og netfang. Einnig má skrá sig á netspjallinu.
Leit að konu í Grafarvogi
Þann 25. mars var leitað að eldri konu í Grafarvogi. Tæpri klukkustund eftir útkall var konan fundin heil á húfi.
Leit að manni 22.mars
Um klukkan 4 aðfaranótt sunnudags var hafin leit að sykursjúkum manni í Grafarholti. Hafði hann tilkynnt til 112 að hann væri villtur og á leið í sykurfall, var því brugðist skjótt við og sendir leitarflokkar á svæðið. Ekki leið á löngu þar til búið var að finna manninn en aðgerð var lokað um klukkustund eftir útkall.
Leit að Aldísi 21.mars
Laugardaginn 21.mars var haldið til leitar að Aldísi Westergren sem saknað hafði verið í síðan um miðjan febrúar. Þyrla LHG fann Aldísi í Langavatni.
Útkall í Skarðsheiði 28.mars
28.mars var sveitin kölluð út til bjargar konu sem féll í Skarðsheiði. Tveir bílar frá sveitinni fóru en auk þeirra voru félagar sveitarinnar að störfum fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn á svæðinu og tóku þeir einnig þátt í verkefninu.
Í það heila komu um 120 björgunarmenn að aðgerðinni sem stóð frá því um 14 fram undir kvöld.
Sviðafundir
Þriðjudaginn 31.mars klukkan 20:00 verður sviða-vinnukvöld á Flugvallarveginum. Ætlunin er að taka stöðuna á öllum sviðum sveitarinnar, sjá hvort eitthvað vanti og þá að forgangsraða úrvinnsluatriðum.
Kvöldið verður þannig að settir verða upp vinnuhópar fyrir hvert svið og farið yfir málefni þess. Í hverjum hóp verður fulltrúi stjórnar og umsjónarmaður sviðsins auk þeirra sem áhuga hafa á tilteknum atriðum.