Páskaferðin

Senn fer að líða að páskaferðinni en aðaláætlunin er gönguskíðaferð austur af Holtavörðuheiði, yfir Arnarvatnheiði endilanga og yfir á Kjöl – plan A. Stefnt er á að leggja af stað á Skírdag og komið til baka á Páskadag. Miðað er við að gist sé allar nætur í eða við skála og kvöldverður sé sameiginlegur. 
Á heimasíðu B2 má sjá nánari lýsingu leiðinni og á varaáætlunum B, varavaraáætlun C og varavaravaraáætlun II – ef snjólaust yrði um allt land. Þar má einnig sjá umfjöllun um skála á leiðinni. http://sjalfhelda.net/b2evolution/index.php/all/2009/03/15/paskafere_atkvaea
Hægt er að skrá sig til þátttöku á þátttökulista á Flugvallarvegi eða hjá Hauki – haukureg[hja]gmail.com og komi fram nafn, símanúmer og netfang. Einnig má skrá sig á netspjallinu.