Páskaferð FBSR – Ný ferðaáætlun

Sökum óvissu með snjóalög og bilana í jeppum ætlum við sem erum skráð í páskaferðina að varpa fram endurskipulagi á annars mjög vel skipulagðri páskaeggjagönguskíðaferð.

Vonumst við til þess að fleiri sjái sér fært að kíkja við einhverja daga og skemmta sér með okkur.

Ný ferðaáætlun er eftirfarandi…

 

Fimmtudagur 9.apríl
-Hittast á Flugvallarvegi klukkan 09, laus við allt stress.
-Munda brodda, ísaxir og línur í Gígjökli.
-Fara í Bása og grilla í liðinu.
-Gist í Básum.

Föstudagur 10.apríl
-Farið upp á Fimmvörðuháls með gönguskíði á bakinu.
-Haldið út á Mýrdalsjökul með gögnuskíði undir fótum.
-Hluti hóps gistir uppá jöklinum, hinn hópurinn fer aftur niður í Bása.

Laugardagur 11.apríl
-Haldið niður í Bása til að grilla meira í liðinu.

Sunnudagur 12.apríl
-Tungnakvíslarjökull skoðaður og fleiri ísaxarbardagar háðir.
-Hugað að heimferð.

Heyrst hefur að þessi endurskipulagnin hafi þegar lokkað að sér tvo úr B2 í einn dag. Vonumst til að fleiri sjái sér fært að mæta.

Tilkynnið þátttöku á innra netinu eða til Hauks í B2 – haukureg[hja]gmail.com