Leit að manni 22.mars

Um klukkan 4 aðfaranótt sunnudags var hafin leit að sykursjúkum manni í Grafarholti.  Hafði hann tilkynnt til 112 að hann væri villtur og á leið í sykurfall,  var því brugðist skjótt við og sendir leitarflokkar á svæðið.  Ekki leið á löngu þar til búið var að finna manninn en aðgerð var lokað um klukkustund eftir útkall.