Greinasafn eftir: stjorn

Sveitarfundur 27. október

Annar sveitarfundur vetrarins var haldin þriðjudaginn 27. október sl.

Það var góð mæting hjá bæði nýliðum og inngengnum. Það sem helst var rætt var sala á Neyðarkallinum sem fram fer næstu helgi, 5-8. nóvember. Svo ræddi Siggi Sig aðeins um lög og starfsreglur félagsins og bar þá einnig á góma lög SL en hérna má finna lög og reglur SL sem eiga við allar björgunarsveitir.

Félagar óskast í heimastjórn

Undanfarin
ár hefur heimastjórn FBSR verið óvirk en síðast liðinn vetur ákvað
stjórn FBSR að setja í gagn nýtt fyrirkomulag þar sem stjórnarmenn hafa
skipst á að taka heimastjórn í útköllum. Þetta hefur gengið ágætlega en
nú leitum við eftir fleiri aðilum til að sinna þessu mikilvæga
hlutverki.

Að vera í heimastjórn felur m.a. í sér:

  • opna hús FBSR í upphafi útkalls, vera til taks í húsi og hafa yfirsýn
  • að stjórna félögum í útkalli
  • vera tengiliður við aðgerðastjórn
  • skrá mætingu í aðgerðagrunn SL og á tilkynningatöflu í húsi
  • kalla út mannskap ef þess er þörf

Áhugasamir hafi samband við formann á formadur(hja)fbsr.is

 

Búnaðarbazar ÍSALP & FBSR

Áttu fulla geymslu af græjum sem hafa ekki verið
hreyfðar lengi? Vantar þig fjallaskíðaskó í 43? Lumarðu kannski alveg
óvart á þremur prímusum og auka loftdýnu af því þú gast ekki ákveðið
þig á sínum tíma hvað væri best? Viltu gera fáránlega góð kaup á
reyndum fjallagræjum? Ertu að svipast um eftir reyndu göngutjaldi?

Ef þú ert í þessum pælingum þá ættirðu að kíkja á búnaðarbazar ÍSALP og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

Þetta er annað árið í röð sem ÍSALP heldur
búnaðarbazar í samstarfi við FBSR. Mæting var góð í fyrra en við höfum
ríka ástæðu til þess að halda að í ár verði pakkað út úr húsi.

Hvar: Hús Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg

Hvenær: Fimmtudagskvöldið 15. Október kl. 20. Seljendur hvattir til að mæta kl. 19.30

Munið að mæta í prúttstuði með fulla vasa af reiðuféi. Næsti hraðbanki er á Hótel Loftleiðum.

 

Óveðursútkall 9. október

Útköll  björgunarsveita vegna óveðursins voru um 150 talsins. Á
höfuðborgarsvæðinu voru þau 80, um 30 í Vestmannaeyjum og einnig var
nokkuð um útköll á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi.

Um 15 manns stóð vaktina á vegum FBSR á þremur bílum og í heimastjórn frá kl. 10.30 á föstudagsmorgun fram til kl. 20.30 á föstudagskvöld.

Á sama tíma útkallsliðið var að koma í hús eftir daginn voru um 40 nýliðar úr B1 á leið á Fyrstu hjálpar námskeið í Grindavík og um 20 nýliðar úr B2 að hefja námskeið í fjallabjörgun í húsi FBSR. Bæði námskeiðin stóðu svo yfir alla helgina. Annasamur föstudagur!!

Fyrsta hjálp & Fjallabjörgun

Er ekki kominn tími til að rifja upp fyrstu hjálpina? en fjallabjörgunina? Um helgina verða námskeiðin Fyrsta hjálp I og Fjallabjörgun fyrir nýliða sem og inngengna.

Fyrsta hjálp I verður kennd í Björgunarsveitarhúsinu í Grindavík og er mæting á Flugvallarveg 18.30. Umsjón með námskeiðinu hefur Agnes – agnessvans83[hjá]gmail.com

Fjallabjörgun verður kennd á föstudagskvödið á Flugvallarveginum og svo dagsferðir bæði á laugardag og sunnudag. Umsjón með námskeiðinu hefur Atli Þór – atliaid[hjá]gmail.com

Við hvetjum félaga til að taka þátt í námskeiðum til upprifjunar og æfinga – hvort sem er námskeiðin í heild eða að hluta til.

Útkallsæfing FBSR

Í gær 1. október var fyrsta útkallsæfing vetrarins haldin. Útkallið barst 19:15 og allir voru komnir aftur í hús kl. 22. Almenn ánægja var með þetta nýja æfingafyrirkomulag og þó allt hafi gengið í meginatriðum vel fann hópurinn hvað mætti gera betur. Yfir 20 Flubbar tóku þátt í æfingunni á FBSR-1, FBSR-3, FBSR-4 og FBSR-5.

Ein útkallsæfing verður í mánuði í allan vetur og eru þær opnar öllum Flubbum, enda ekki hugsaðar fyrir staka sérhæfða hópa, heldur sveitina sem eina samvinnuheild. 

Fyrsta Flugbjörgunarsveitaræfing vetrarins

Fimmtudaginn 1.október verður fyrsta Flugbjörgunarsveitaræfing vetrarins. Æfingastjóri skipuleggur sveitaræfingar og í þeim verða verkefni við allra hæfi. Sveitaræfingarnar verða haldnar reglulega í vetur og eru nauðsynlegur þáttur í að efla liðsheild, hæfni og traust félaga.

Mæting í hús kl 19 – úkall kl 19.15.

Mætum öll!

 

Haustferð Jóns Þorgrímssonar

Helgina 25. – 27. september verður haldið i Haustferð FBSR. Matti Zig verður fararstjóri að þessu sinni en ferðin verður í anda Jóns Þorgrímssonar og heitir jafnframt eftir honum. Ferðaáætlunin í ár hjómar þannig: Landmannalaugar – Strútslaug – Strútsskáli (Strútur) 

 Lagt verður af stað í Landmannlaugar á föstudagskvöld kl 20:00. Tjaldað þar og að sjálfsögðu verður fótabað í lauginni.
Laugardagurinn fer í það að koma sér að Strútslaug. Tveir möguleikar eru fyrir hendi:
   A) Að fara yfir Torfajökul og niður Laugaháls eða
B) að fara norður fyrir Torfajökul og ofaní Muggudali og þaðan að Strútslaug, þar sem hópurinn fer að sjálfsögðu í bað. Á sunnudaginum verður farið frá Strútsstígur að Strútsskála þar sem hópurinn verður sóttur.

Skráning á skráningarblöðum á Flugvallarvegi eða hjá mattizig[hja]simnet.is