Sveitarfundur 27. október

Annar sveitarfundur vetrarins var haldin þriðjudaginn 27. október sl.

Það var góð mæting hjá bæði nýliðum og inngengnum. Það sem helst var rætt var sala á Neyðarkallinum sem fram fer næstu helgi, 5-8. nóvember. Svo ræddi Siggi Sig aðeins um lög og starfsreglur félagsins og bar þá einnig á góma lög SL en hérna má finna lög og reglur SL sem eiga við allar björgunarsveitir.