Félagar óskast í heimastjórn

Undanfarin
ár hefur heimastjórn FBSR verið óvirk en síðast liðinn vetur ákvað
stjórn FBSR að setja í gagn nýtt fyrirkomulag þar sem stjórnarmenn hafa
skipst á að taka heimastjórn í útköllum. Þetta hefur gengið ágætlega en
nú leitum við eftir fleiri aðilum til að sinna þessu mikilvæga
hlutverki.

Að vera í heimastjórn felur m.a. í sér:

  • opna hús FBSR í upphafi útkalls, vera til taks í húsi og hafa yfirsýn
  • að stjórna félögum í útkalli
  • vera tengiliður við aðgerðastjórn
  • skrá mætingu í aðgerðagrunn SL og á tilkynningatöflu í húsi
  • kalla út mannskap ef þess er þörf

Áhugasamir hafi samband við formann á formadur(hja)fbsr.is