Óveðursútkall 9. október

Útköll  björgunarsveita vegna óveðursins voru um 150 talsins. Á
höfuðborgarsvæðinu voru þau 80, um 30 í Vestmannaeyjum og einnig var
nokkuð um útköll á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi.

Um 15 manns stóð vaktina á vegum FBSR á þremur bílum og í heimastjórn frá kl. 10.30 á föstudagsmorgun fram til kl. 20.30 á föstudagskvöld.

Á sama tíma útkallsliðið var að koma í hús eftir daginn voru um 40 nýliðar úr B1 á leið á Fyrstu hjálpar námskeið í Grindavík og um 20 nýliðar úr B2 að hefja námskeið í fjallabjörgun í húsi FBSR. Bæði námskeiðin stóðu svo yfir alla helgina. Annasamur föstudagur!!