Búnaðarbazar ÍSALP & FBSR

Áttu fulla geymslu af græjum sem hafa ekki verið
hreyfðar lengi? Vantar þig fjallaskíðaskó í 43? Lumarðu kannski alveg
óvart á þremur prímusum og auka loftdýnu af því þú gast ekki ákveðið
þig á sínum tíma hvað væri best? Viltu gera fáránlega góð kaup á
reyndum fjallagræjum? Ertu að svipast um eftir reyndu göngutjaldi?

Ef þú ert í þessum pælingum þá ættirðu að kíkja á búnaðarbazar ÍSALP og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

Þetta er annað árið í röð sem ÍSALP heldur
búnaðarbazar í samstarfi við FBSR. Mæting var góð í fyrra en við höfum
ríka ástæðu til þess að halda að í ár verði pakkað út úr húsi.

Hvar: Hús Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg

Hvenær: Fimmtudagskvöldið 15. Október kl. 20. Seljendur hvattir til að mæta kl. 19.30

Munið að mæta í prúttstuði með fulla vasa af reiðuféi. Næsti hraðbanki er á Hótel Loftleiðum.