Útkallsæfing FBSR

Í gær 1. október var fyrsta útkallsæfing vetrarins haldin. Útkallið barst 19:15 og allir voru komnir aftur í hús kl. 22. Almenn ánægja var með þetta nýja æfingafyrirkomulag og þó allt hafi gengið í meginatriðum vel fann hópurinn hvað mætti gera betur. Yfir 20 Flubbar tóku þátt í æfingunni á FBSR-1, FBSR-3, FBSR-4 og FBSR-5.

Ein útkallsæfing verður í mánuði í allan vetur og eru þær opnar öllum Flubbum, enda ekki hugsaðar fyrir staka sérhæfða hópa, heldur sveitina sem eina samvinnuheild.