Nýliðakynningar 28. og 30. ágúst

Kynning á nýliðaþjálfun FBSR verður haldin kl. 20 þann 28. ágúst og endurtekin kl. 20 þann 30. ágúst. Kynningin verður í höfuðstöðvum FBSR að Flugvallarvegi 7.

Þjálfunin tekur tvo vetur, sept.-maí 2018-2020. Nýliðar læra á þeim tíma að bjarga sjálfum sér og öðrum við ýmsar aðstæður. Meðal námsgreina eru ferðamennska, rötun, GPS, fyrsta hjálp, fjarskipti, fjallamennska, fjallabjörgun, snjóflóð, straumvatnsbjörgun, leitartækni og jeppamennska. Að auki taka nýliðar virkan þátt í ýmsu öðru starfi sveitarinnar, svo sem fjáröflunum.

Kíkið í heimsókn ef þið hafið áhuga á fjölbreyttu og gefandi starfi með björgunarsveit!

Facebook viðburður fyrri kynningar.

Facebook viðburður seinni kynningar.

13 nýir flubbar

Nýir félagar, teknir inn á aðalfundir í maí 2018, ásamt öðrum nýliðaþjálfaranum þeirra, honum Matta.

Aðalfundur flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík var haldinn á miðvikudaginn síðastliðinn. Meðal reglulegra aðalfundastarfa var inntaka nýrra félaga. Þetta árið voru teknir inn 13 nýir félagar:

  • Arnar Haukur Rúnarsson
  • Birgir Hrafn Sigurðsson
  • Corinna Hoffmann
  • Elísabet Ósk Maríusdóttir
  • Höskuldur Tryggvason
  • Ingibjörg K. Halldórsdóttir
  • Ingvar Júlíus Guðmundsson
  • Magnea Óskarsdóttir
  • Magnús Kári
  • Róbert Már Þorvaldsson
  • Sunna Björg Aðalsteinsdóttir
  • Ásta Þorleifsdóttir
  • Íris Gunnarsdóttir

Óskum við þeim til hamingju og hlökkum til að starfa með þeim í framtíðinni.

Aðalfundur 2018

Kæru félagar.

 

Aðalfundur FBSR verður haldinn miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fundinn og ber fram tillögu um fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
  4. Inntaka nýrra félaga.
  5. Hlé
  6. Lagabreytingatillögur ræddar og bornar undir atkvæði
  7. Kosning stjórnar
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd
  10. Önnur mál

Í hléi býður Kvennadeild FBSR upp á kaffiveitingar og kosta þær 2.000 kr. Greiða þarf fyrir með peningum.

 

Breytingartillögur á lögum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík

Frá Eysteini Hjálmarssyni barst eftirfarandi breytingartillaga:

Lagt er til að eftirfarandi texti í 10. grein verði felldur úr lögum sveitarinnar:

Sjái félagi sér ekki fært að mæta á aðalfund getur hann gefið öðrum félaga umboð til að fara með atkvæði sitt á fundinum, þó getur einn maður aldrei farið með fleiri en tvö atkvæði þ.e. sitt eigið og eitt samkvæmt umboði. Umboðið skal vera skriflegt og undirritað af tveimur vottum.

 

Frá Birni Jóhanni Gunnarssyni barst eftirfarandi breytingartillaga:

Lagt er til að eftirfarandi texti verði bætt við 12. grein:

Til að geta boðið sig fram í stjórn FBSR þarf viðkomandi að hafa verið fullgildur meðlimur FBSR í hið minnsta 1 ár og á þeim tíma tekið þátt í starfi sveitarinnar til að öðlast þekkingu á starfi FBSR

 

Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Stjórnin.

Aukaaðalfundur – fundarboð

Kæru félagar!
 

Stjórn FBSR boðar til aukaaðalfundar þriðjudaginn 12. desember 2017 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.

 

Dagskrá aukaaðalfundar:

  1. Formaður setur fundinn og ber fram tillögu um fundarstjóra og fundarritara. 
  2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 
  3. Önnur mál

Við hvetjum alla félaga til að mæta á fundinn og kynna sér ársreikninginn.

 
Stjórnin.

Hálendisvakt 2017 lokið

Í ágúst kláraði 14 manna hópur frá FBSR hálendisvakt þetta árið, en alls voru 13 einstaklingar og 1 erlendur gestur, Andrew James Peacock, frá fjallabjörgunarsveit Patterdale í norður Englandi og tveir bílar frá sveitinni á vaktinni í Nýjadal frá sunnudegi 13. ágúst og fram á aðfaranótt mánudags 21. ágúst þar sem þau fengu útkall eftir hádegi á sunnudegi fyrir heimferð sem dróst fram eftir degi. Nóg var við að vera, sjúkraverkefni, aðstoð við tilkynningar um utanvegaakstur, aðstoð við ferðamenn og allskonar bílaaðstoð. Í heildina voru skráð atvik 78 talsins og það er vel. Samstarf við landverði, skálaverði bæði í Nýjadal og Laugafelli, aðrar björgunarsveitir og lögreglu var til fyrirmyndar og þökkum við þeim vel fyrir.

Eftirtöldum fyrirtækjum er sérstaklega þakkaður stuðningurinn í sumar: Mjólkursamsalan, Grímur Kokkur, Kjarnafæði, Myllan, Ölgerðin, Nesbú og Íslensk Ameríska. Ykkar góði stuðningur gerir okkur kleift að starfa sem sterkur hópur á hálendisvaktinni.

 

Nýliðakynningar haustið 2017

Við erum að leita að öflugu fólki sem hefur áhuga á að starfa í björgunarsveit, hvort sem áhuginn liggur í fjallamennsku, jeppum, björgunarskipulagi, fyrstu hjálp, nýstárlegum leitaraðgerðum eins og drónum eða öðrum sviðum björgunarstarfs. Þann 29. og 31 ágúst verða haldnar nýliðakynningar þar sem áhugasamir einstaklingar geta kynnt sér nýliðastarf sveitarinnar, þá þekkingu og reynslu sem byggð er upp, kröfur auk félagslega þáttarins.

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var stofnuð árið 1950 og hefur alla tíð horft til þess að vera leiðandi á sviði björgunarstarfa hér á landi. Sveitin sérhæfir sig í björgun á landi og má rekja stofnun hennar til þess að bæta þurfti úr sérhæfðri fjallabjörgun hérlendis.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, sveitin þróast og í dag er hún byggð upp af fjölmörgum öflugum björgunarflokkum. Meðal þeirra eru fjallaflokkur, leitarflokkur, sleðaflokkur, fallhlífaflokkur, bílaflokkur auk almenns björgunarflokks.

Nýliðaþjálfunin nær yfir tvo vetur, en á því tímabili lærir fólk helstu atriðin í fjallamennsku, leitartækni, fjallabjörgun, ferðamennsku og rötun, fyrstu hjálp og að geta bjargað sér í íslenskri náttúru í hvaða aðstæðum sem er. Nýliðar sveitarinnar taka einnig fullan þátt í fjáröflunum sveitarinnar og fjölmörgum öðrum viðburðum á þjálfunartímabilinu.

Að þjálfun lokinni verða nýliðar fullgildir meðlimir og fara þar með á útkallsskrá.

Aldurstakmark 18 ára.

Fyrir þá sem hafa áhuga eru hér tenglar á Facebook viðburði fyrir kynningarnar:

Þriðjudagurinn 29. ágúst

Fimmtudagurinn 31. ágúst

Aðalfundur FBSR 2017

Aðalfundur FBSR verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2017 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fundinn og ber fram tillögu um fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar 
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 
  4. Inntaka nýrra félaga.
  5. Hlé
  6. Lagabreytingar
  7. Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði
  8. Kosning stjórnar 
  9. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga 
  10. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd 
  11. Önnur mál

Í hléi býður Kvennadeild FBSR upp á kaffiveitingar og kosta þær 2.000 kr. Greiða þarf fyrir með peningum.

Breytingartillaga á lögum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík

Frá stjórn FBSR kemur eftirfarandi breytingartillaga:

Breyting á 2. mgr. 12. greinar, sem verður þá eftirfarandi:

Stjórn FBSR skipa sjö menn, formaður og sex meðstjórnendur. Formaður er kosinn til eins árs og meðstjórnendur til tveggja ára. Ár hvert skal formaður kosinn sérstaklega til eins árs. Auk þess skulu kosnir þrír meðstjórnendur til tveggja ára, þannig að sjö manna stjórn verði fullmönnuð. Hættir meðstjórnandi áður en tvö ár eru liðin, skal kosið í hans stöðu til eins árs. Af meðstjórnendum eru varaformaður og gjaldkeri kosnir sérstaklega á sitthvoru árinu. Stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leyti og velur ritara.

Ef lagabreytingartillagan er samþykkt, þá er tillaga um eftirfarandi sérákvæði:

Á fundi, maí 2017, verður sérafbrigði þar sem kosnir verða varaformaður og 2 meðstjórnendur til tveggja ára (til aðalfundar 2019) og gjaldkeri og 2 meðstjórnendum kosnum til eins árs (til aðalfundar 2018).

Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Stjórnin.

17 nýir félagar og endurnýjun í stjórn

Í gær fór fram aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Sautján nýir félagar gengu inn í sveitina á fundinum, en þau hafa nýlokið við tveggja ára þjálfun. Þá varð talsverð endurnýjun í stjórn, en fjórir af sjö stjórnarmönnum létu af embætti og voru nýir einstaklingar kosnir í stað þeirra.

Á fundinum fór formaður yfir skýrslu stjórnar og Sveinn Hákon renndi yfir tölfræði útkalla ársins. Þá fór gjaldkeri yfir ársreikninga sem voru samþykkir.

Þau sautján sem gengu inn í ár eru eftirfarandi; Anton Aðalsteinsson
, Atli Freyr Friðbjörnsson, Bergljót Bára Sæmundardóttir, Elín Harpa Valgeirsdóttir, Eysteinn Hjálmarsson, Eyvindur Þorsteinsson, Haraldur Þorvaldsson
, Hulda Lilja Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, Ingvar Hlynsson
, Lilja Guðrún Jóhannsdóttir, Magnús Þór Gunnarsson, Ólöf Pálsdóttir
, Reynir Snær Valdimarsson, Stígur Zoega
, Sturla Hrafn Sólveigarson og Ævar Ómarsson. Við inngöngu upplýstu þau um markmið sitt til þátttöku í starfi við að bæta sveitina.20160525_212653

Að venju sá kvennadeildin um kaffiveitingar í hléi og er þeir þakkað kærlega fyrir það. Eftir hlé  voruvoru samþykktar tvær lagabreytingar samhljóða sem kynntar voru í fundarboði.

Jóhannes Ingi Kolbeinsson var endurkosinn sem formaður FBSR á ný, en þetta er fjórða ár hans í því embætti. Var hann einn í framboði.

Þau Kristbjörg Pálsdóttir, Björn Víkingur Ágústsson, Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir og Þorsteinn Ásgrímsson ákváðu að gefa ekki kost á sér áfram til stjórnarsetu. Margrét Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Arnar Ástvaldsson voru endurkjörin, en auk þeirra tóku þau Egill Júlíusson, Lilja Steinunn Jónsdóttir, Sveinbjörn J. Tryggvason og Ólöf Pálsdóttir, sæti í stjórninni.

Aðalfundarboð 2016

Kæru félagar.Aðalfundur FBSR verður haldinn miðvikudaginn 25. maí 2016 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fundinn og ber fram tillögu um fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
  4. Inntaka nýrra félaga.
  5. Hlé
  6. Lagabreytingar
  7. Kosning stjórnar
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd
  10. Önnur mál

Í hléi býður Kvennadeild FBSR upp á kaffiveitingar og kosta þær 2.000 kr. Greiða þarf fyrir með peningum.Breytingartillögur á lögum Flugbjörgunarsveitarinnar í ReykjavíkTvær tillögur að lagabreytingum bárust frá stjórn FBSR:

  • Við 16. gr. bætist: Allar lántökur félagsins umfram 5 mkr. skulu samþykktar á félagsfundi með meirihluta atkvæða. Stjórn félagsins er þó heimilt að stofna til viðskiptaskulda umfram 5 mkr. þegar um er að ræða innkaup vegna fjáraflana félagsins.
  • Breyting á 10. gr. í stað „janúarlok“ kemur „fyrir lok febrúar“. Setningin hljómar því þannig: Stjórn skal ákveða og auglýsa dagsetningu aðalfundar fyrir lok febrúar ár hvert.

Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.Stjórnin.