Aðalfundur FBSR

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 30. maí á Flugvallarveginum og hefst hann kl. 20:00.

Kvennadeildin sér um bakkelsið.

Að loknum aðalfundi verður til sýnis Ford F150, sem er langt kominn í breytingum fyrir FBSR.

Dagskrá aðalfundar sbr. lög FBSR.

  1. Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
  4. Inntaka nýrra félaga.
  5. Lagabreytingar.
  6. Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði.
  7. Kosning stjórnar.
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd.
  10. Önnur mál.

Skildu eftir svar