Á aðalfundi Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík í maí síðastliðnum var samþykkt innganga 27 nýrra félaga. Við óskum bæði þeim og sveitinni til hamingju með þessi tímamót!
Á aðalfundi var einnig kjörin ný stjórn og hana skipa nú Magnús Viðar Sigurðsson (formaður), Erla Rún Guðmundsdóttir (varaformaður), Ingvi Stígsson (gjaldkeri), Þóra Margrét Ólafsdóttir (ritari), Anna Finnbogadóttir, Gyða Dröfn Jónudóttir Hjaltadóttir og Ólafur Magnússon.
Meðfylgjandi eru myndir af stærstum hluta nýinngenginna og nýrri stjórn. Gaman er að segja frá því þetta er í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta í stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík.