Aðalfundarboð 2016

Kæru félagar.Aðalfundur FBSR verður haldinn miðvikudaginn 25. maí 2016 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fundinn og ber fram tillögu um fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
  4. Inntaka nýrra félaga.
  5. Hlé
  6. Lagabreytingar
  7. Kosning stjórnar
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd
  10. Önnur mál

Í hléi býður Kvennadeild FBSR upp á kaffiveitingar og kosta þær 2.000 kr. Greiða þarf fyrir með peningum.Breytingartillögur á lögum Flugbjörgunarsveitarinnar í ReykjavíkTvær tillögur að lagabreytingum bárust frá stjórn FBSR:

  • Við 16. gr. bætist: Allar lántökur félagsins umfram 5 mkr. skulu samþykktar á félagsfundi með meirihluta atkvæða. Stjórn félagsins er þó heimilt að stofna til viðskiptaskulda umfram 5 mkr. þegar um er að ræða innkaup vegna fjáraflana félagsins.
  • Breyting á 10. gr. í stað „janúarlok“ kemur „fyrir lok febrúar“. Setningin hljómar því þannig: Stjórn skal ákveða og auglýsa dagsetningu aðalfundar fyrir lok febrúar ár hvert.

Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.Stjórnin.

Útkallsæfing B2 – síðustu æfingar fyrir inngöngu

Á mánudagskvöldið mættu B2-liðar sem eru að klára tveggja ára þjálfun sína á útkallsæfingu í boði heimastjórnar. Ásdís og Haukur Elís fóru þar yfir allskonar atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur að kallinu, hvað þurfi að hafa í pokanum, hvernig eigi að græja sig fyrir mismunandi aðstæður og annað mikilvægt sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað úr húsi.

Þá var farið yfir hlutverk heimastjórnar og þau tæki sem hópurinn hefur yfir að búa sem gagnast til að bæta útkallshæfni sveitarinnar og halda utan um allskonar upplýsingar í tengslum við útköll.

20160502_203919

Ásdís predikar helstu atriðin sem þarf að hafa í huga áður en haldið er úr húsi.

Að lokum voru haldnar þrjár stuttar verklegar útkallsæfingar sem skila sér vonandi í enn flottari hóp þegar kemur að næstu útköllum. Til aðstoðar á æfingunni voru þeir Eyþór Kári, Hákon og Þorsteinn.

Heimsókn Slysavarnardeildarinnar í Reykjavík

Félagar úr Slysavarnardeildinni í Reykjavík kíktu í heimsókn til FBSR síðasta föstudag og fengu afnot af sal félagsins til að halda fund Slysavarnardeildarinnar. Þótti fundurinn takast vel, en um 30 félagar mættu og héldu sannkallaða veislu.

Þá fengu félagar í Slysavarnardeildinni stuttan túr um húsnæði FBSR þar sem aðstaða, tæki og tól voru kynnt. FBSR þakkar Slysavarnardeildinni fyrir komuna.

2016-04-29 20.33.00

2016-04-29 17.43.11

 

 

Hóphjól SL – upphaf átaks um öryggi hjólafólks

Félagar úr í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu auk fjölskyldna fóru í dag í hjólatúr frá húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg að Gróubúð úti á Granda. Er dagurinn í dag upphaf mánaðar átaks í slysavörnum reiðhjólafólks sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg stendur að ásamt öðrum aðilum. Nokkur fjöldi var í hóphjólinu þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi látið rigna smá í dag.

 20160501_150007_resized 20160501_150017_resized

Á leið yfir jöklana 3

Mynd/Yfir jöklana 3 - Ferðafélagar á Brúarjökli um helgina. Óskar er fyrir miðju myndarinnar.

Mynd/Yfir jöklana 3 – Ferðafélagar á Brúarjökli um helgina. Óskar er fyrir miðju myndarinnar.

Óskar Davíð Gústavsson, félagi í FBSR, er nú ásamt þremur öðrum félögum sínum á ferð frá austri til vesturs yfir þrjá stærstu jökla landsins á gönguskíðum. Með þessu feta þeir í fótspor sex félaga úr FBSR sem fóru sömu leið fyrir 40 árum, en það var svo sannarlega gríðarlegt þrekvirki á þeim tíma. Áætlaður ferðatími er um 2 vikur, en leiðin er í heild áætluð um 350-400 kílómetrar.

Heimasíða ferðarinnar – Yfir jöklana 3

Ásamt Óskari eru það þeir Hallgrímur Örn og Hermann Arngrímssynir og Eiríkur Örn Jóhannesson sem fara þessa flottu leið. Eru þeir allir meðlimir í Hjálparsveit skáta í Garðabæ.

Ferðin hófst á Fljótsdalsheiði og var fyrsti náttstaðurinn í Laugafellsskála á laugardagsnóttu. Þaðan lá leiðin í Snæfellsskála og svo upp á Brúarjökul í austanverðum Vatnajökli. Eru þeir nú á ferð yfir miðjan Vatnajökul á leið sinni til Grímsfjallaskála. Fylgjast má með ferð þeirra samkvæmt spot tæki hér. 

Frá Grímsfjallaskála er áætlað að ganga niður í Nýjadal og þaðan að Þjórsárjökli í Hofsjökli og yfir jökulinn og niður í Hveravelli. Frá Hveravöllum verður farið yfir Langjökul og niður Geitlandsjökul.

leic3b0in

Árið 1976 þegar sama ferð var farin áður var búnaðurinn allt öðruvísi en í dag. Ekki var í boði að vera með GPS tæki, gore-tex, sérhæfð gerviefni eða annað álíka heldur þurfti að reiða sig á landakort og áttavita. Í þá ferð fóru þeir Rúnar Nordquist, Þorsteinn Guðbjörnsson, Arngrímur Hermansson, Hjalti Sigurðsson, Jóhannes Ellert Guðlaugsson og Þór Ægisson.

Eru þeir Hallgrímur og Hermann synir Arngríms sem fór fyrri ferðina og Eiríkur er sonur Jóhannesar sem einnig fór þá ferð. Þá er Óskar frændi Hermanns og Hallgríms og þegar hann var í nýliðaþjálfun hjá FBSR var það Rúnar sem var leiðbeinandinn hans.

Sjá má fjölda mynda og lesa um núverandi ferð og ferðina árið 1976 á heimasíðunni Yfirjöklana3 

FBSR óskar ferðafélögunum áframhaldandi góðrar ferðar í þessari miklu ævintýraferð.

Snjóflóðahelgi FBSR

Frá snjóflóðahelginni. Sá sem liggur er að mæla halla brekkunnar en ekki að hvíla sig :)

Frá snjóflóðahelginni. Sá sem liggur er að mæla halla brekkunnar en ekki að hvíla sig 🙂

Um helgina var haldin snjóflóðahelgi FBSR upp í Bláfjöllum, en um 40 manns, bæði nýliðar og inngengnir félagar skerptu þar á þekkingu sinni um snjóflóð, ýlaleit, mokstur, hundaleit, snjólög og prófíla.

Á föstudagskvöldið var haldið upp í Fram-skálann í Eldbor

gargili, en þar í kring fóru fram allar æfingar helgarinnar. Þeir Þórður, Tómas og Ólafur Magg héldu utan um kennsluna, en fengu til liðs við sig Viktor, Védísi, Margréti og Birgi. Um kvöldið voru nokkrir fyrirlestrar, sem og á laugardags og sunnudagsmorgnana.12670239_10156380071110004_4163831439211155633_n

Sjálfur laugardagurinn var svo notaður í verklega kennslu og þjálfun, en einstaklega gott veður var á laugardaginn. Fengu þátttakendur kalt og stillt veður þar sem sólin skein. Var farið yfir grundvallaratriði í mokstri og lært að grafa, leitað að ýlum og prófílar skoðaðir.

Þá mættu aðilar frá Hundasveitinni til okkar og kynntu fyrir fólki leitarhunda og leitartækni þeirra. Meðal annars er einn af nýliðum sveitarinnar með þjálfaðan leitarhund og önnur að vinna í þjálfun síns hundar.

12659829_10208668165486140_294555351_n

Fyrsta hjálp hjá B1 á Laugarvatni

12191695_10153797493738939_7011999308505258139_n

Síðustu helgina í október skunduðu fjórtán nýliðar á Laugarvatn til að taka þátt í Fyrstu hjálp I. Helgin samanstóð af fyrirlestrum, verklegri kennslu og æfingum í og við húsnæði Menntaskólans. Kennslan gekk vonum framar og óhætt að segja að allir hafi staðið sig vel í þáttöku og námi. Að vanda var haldin stór sjúkraæfing á laugardagskvöld og sönnuðu nýliðarnir ágæti sitt við björgunarstörfin meðan aðrir áttu leiksigur í hlutverki sjúklinga. Mötuneytið framreiddi ágætis kræsingar fyrir okkur í flest mál og gist var í kennslustofum.  Veðrið lék við okkur alla helgina og því voru margar æfingar haldnar undir berum himni.

Það er ánægjulegt að segja frá því að alls komu tólf inngengnir að helginni og færum við þeim bestu þakkir fyrir þáttökuna. Allt gekk að óskum þrátt fyrir „umferðaróhapp“ þristsins sem „keyrði út af“ á heimleið með tilheyrandi „stórtjóni“ á þremur leiðbeinendum, svo „kalla þurfti þyrlu“ til. En snör handtök nýliðanna sýndu að margt höfðu þau lært þessa helgi; með þríhyrningana á kristaltæru sem og að meta lífsmörk, hlúa að áverkum, koma sjúklingi fyrir á börum og veita andlegan stuðning. Svo leiðbeinendurnir hresstust furðu fljótt og haldið var áfram heim á leið eftir vel heppnaða helgi og góða stemningu í hópnum.
12189990_10153797493148939_7318204497702479929_n

Takk fyrir stuðninginn!

 

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár :)

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár 🙂

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík þakkar öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu sveitina og björgunarsveitir í landinu í Neyðarkallasölunni sem var að líða. Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur í uppbyggingu á starfi björgunarsveitarinnar og gerir okkur kleift að vera alltaf viðbúin þegar þörf er á, bæði með vel þjálfaðan mannskap og besta mögulega búnað.

Með fréttinni fylgja nokkrar myndir úr sölunni í ár.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.

 

Neyðarkallasalan hafin í ár

Neyðarkall 2015 lyklakippa

Þá er komið að því. Neyðarkallasalan 2015 er hafin. Björgunarsveitarfólk verður næstu daga á öllum fjölförnustu stöðum höfuðborgarsvæðisins og um allt land og óskar eftir stuðningi frá almenningi til að geta haldið áfram að halda úti öflugu leitar- og björgunarstarfi.
Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitamaður í bílaflokki.

Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan stendur fram á laugardag. Takk fyrir að standa við bakið á okkur!

Fyrir félagsmenn: Það verður mönnun í húsi alla daga sölunnar. Ef ykkur vantar kalla eða aðrar upplýsingar er alltaf hægt að koma við eða hringja niðrí hús og athuga stöðuna 551-2300.

Afmælishátíð – FBSR 65 ára

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hélt upp á 65 ára afmæli sitt á laugardagskvöldið, en sveitin var stofnuð 27. Nóvember 1950 í kjölfar björgunarinnar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli það sama ár.

Rúmlega 130 manns mættu á hátíðina, sem haldin var á Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll, en gestir voru á öllum aldri og þeir elstu á níræðis- og tíræðisaldri og hafa starfað með sveitinni í meira en hálfa öld.

Á hátíðinni var Stefán Bjarnason gerður að heiðursfélaga, en hann gekk inn í sveitina árið 1954. Hefur Stefán setið í stjórn félagsins í fjölda ára, sinnt ýmsum ábyrgðastörfum fyrir sveitina og leiddi hann meðal annars byggingu núverandi húsnæðis sveitarinnar fyrir um 25 árum síðan og smíði fjallaskála félagsins í Tindfjöllum.

FBSR-65_311015_JON8623-11

Stefán Bjarnason, heiðursfélagi FBSR, ásamt Jóhannesi I. Kolbeinssyni, formanni.

Á hátíðinni fengu einnig eftirtaldir einstaklingar heiðursmerki sveitarinnar:

Gullmerki:
Freyr Bjartmarz
Grétar Pálsson
Jónas Guðmundsson
Sigurður Sigurðsson

Gullmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

Gullmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

 

 

Silfurmerki:
Jörundur Guðmundsson
Guðmundur Magnússon
Guðmundur Baldursson
Bergsteinn Harðarson
Kristbjörg Pálsdóttir
Þráinn Þórisson
Frímann Andrésson
Marteinn Sigurðsson
Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir
Arnar Már Bergmann
Guðmundur Arnar Ástvaldsson

Silfurorðuhafar ásamt varaformanni og formanni sveitarinnar.

Silfurorðuhafar ásamt varaformanni og formanni sveitarinnar. Á myndina vantar þau Guðmund Baldursson, Sveinborgu Hlíf Gunnarsdóttur og Bergstein Harðarson.

Bronsmerki:
Pétur Hermannsson
Elsa Gunnarsdóttir
Heiða Jónsdóttir
Ásgeir Sigurðsson
Eyþór Helgi Ílfarsson
Ólafur Magnússon
Steinar Sigurðsson
Jóhannes Ingi Kolbeinsson

Bronsmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

Bronsmerkishafar ásamt varaformanni

Er þeim þakkað mikið, gott og óeigingjarnt starf fyrir sveitina í gegnum árin.

Stofnfélagar Flugbjörgunarsveitarinnar voru 29 talsins og fyrsti formaður var kjörinn Þorsteinn E. Jónsson flugmaður. Síðan þá hafa 13 gengt því embætti og voru myndir af öllum formönnunum afhjúpaðar í tilefni af afmælinu í húsnæði sveitarinnar.

Myndir: Jón Svavarsson